15.3.2007 kl. 23:53
ptolemy and copernicus

Var að velja endanlega titilinn á Masters ritgerðinni sem ég skila í lok sumars. Hann er eftirfarandi:

Simplicity and the Two World Systems, Ptolemaic and Copernican

Abstractið er eftirfarandi:

An historical and philosophical analysis of the role played by simplicity considerations in the late 16th and 17th century ideological shift from the Ptolemaic world system to that of Nicolaus Copernicus, as expounded in De Revolutionibus Orbium Coelestium.

Titillinn á ritgerðinni er pun á heitinu á einum af verkum Galileos, sem hét "Dialogue Concerning the Two World Systems, Ptolemaic and Copernican".


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 16.3.2007 kl. 02:35
Dagur

At the risk of sounding like a complete goofball, kemur "a" greinir ekki á undan h í stað "an" og er "coelestium" ekki "caelestium" með a í stað o?

Burt séð frá öllu analíteti, þá er þetta mjög viðeigandi umfjöllunarefni í kjölfar BA ritgerðar þinnar, sem mér finnst eins og þú hafir uploadað bara í gær. Mikið vex þú hratt upp, Sveinbjörn.

Aðalsteinn | 16.3.2007 kl. 10:21
Aðalsteinn

caelestis er stundum skrifað coelestis. Reyndar segir orðabókin mín að þetta sé rangt en ef titillinn á téðu verki hjá Kópernikus er svona þá fer Sveinbjörn varla að leiðrétta það.

Og maður skrifar 'an historical' (og ber ekki fram h-ið í historical) en aftur á móti 'a history of...' og ber þar fram h-ið að því er virðist. Dáldítið spes.

Dagur | 17.3.2007 kl. 05:37
Dagur

Já, dáldítið eins og þú segir. Vissulega dáldítið spes. Ef ég ætti að skilgreina spesleika þessa held ég að ég kæmist langt með dáldítið.

Dagur | 19.3.2007 kl. 16:51
Dagur

Ég vildi alls ekki vera með leiðindi, ef þetta kom út þannig. Þetta átti að vera fyndið á einhvern hátt, mér fannst hlægilegt að gera gys að svona stupid innsláttarvillu. Ég var fullur.

Sveinbjörn | 16.3.2007 kl. 15:41
Sveinbjörn

Það er frjálst að gera bæði "an historical" og "a historical", þar sem n-ið er háð framburði. Ég hef alltaf gert 'an historical' til þess að passa við hvernig þetta yrði lesið.

Grímur | 16.3.2007 kl. 11:28
Grímur

Titillinn er reyndar held ég skrifaður með œ-ligatúrunni, þ.e. De Revolutionibus Orbium Cœlestium. Fyrir því er nokkur hefð að leysa þá ligatúru upp í oe - alveg eins og fyrir því er hefð að leysa æ-ligatúruna upp í ae :)

Sveinbjörn | 16.3.2007 kl. 15:43
Sveinbjörn

Ég fylgdi bara hefðinni í Engilsaxneska litteratúrnum varðandi stafsetningu á fullum titli De Revolutionibus. Þetta er Coelestium í öllum heimildum sem ég hef við hendina sem stendur. En mistök Dags eru skiljanleg, þetta er nú einu sinni frá "caelo" == himinn.

Grímur | 16.3.2007 kl. 14:39
Grímur

...reyndar skilst mér að einnig sé hefð fyrir því meðal villimanna (með fátæklegt stafróf) að skrifa ö sem oe.

Mér var einmitt næstum því sparkað öfugum út úr vegabréfaskoðun og upp í næstu vél heim þegar í ljós kom að vegabréfsáritunin mín var gefin út á "Hjorleifsson" en tölvuröndin á vegabréfinu sagði að ég héti "Hjoerleifsson".

Sveinbjörn | 16.3.2007 kl. 15:35
Sveinbjörn

Þú líka!

Ah, a fellow sufferer.

Ég hef lent í *endalausum* vandamálum með þetta, serstaklega í Bandarikjunum, þar sem ég fyllti út öll eyðublöðin min med anglíseruðu Sveinbjorn en ekki Sveinbjoern, og síðan í bönkum hérna í Englandi. Helvítis þvæla.

Það vita allir að íslenska stafrófið mappast á eftirfarandi hátt:

þ -> th
ð -> d
ö -> o
æ -> ae
í,é,ý .. -> i,e,y ...

Veit ekki hvað þessir vegabréfabjánar voru að spá. E.t.v. hafa þeir farið eftir hefðinni þegar það kemur að þýsku. Þar anglíserast nöfn eins og Müller -> Mueller. Barbarismi.

Dagur | 17.3.2007 kl. 05:43
Dagur

Það hefur í mörgu reynst vel að fara eftir þýskri hefð, held ég. Alveg rosaleg margt í íslensku, tungumálinu og líka í íslenskum siðum, er komið frá Þýskalandi. Það eina sem ég man eftir mætti þó vera betra: Samkvæmt þýska tónrófinu heita tónarnir a h c d e f g, en í enska kerfinu heita þeir a b c d e f g, sem mér finnst af einhverjum óræddum ástæðum ALVEG ÓENDANLEGA GÁFULEGRA.