Fyrr í dag fór ég á fyrirlestur um "Social Justice" fluttan af Jonathan Wolff á vegum heimspekifélags LSE. Wolff er einn af þekktustu nöfnunum í stjórnmálaheimspeki í Englandi, þá sérstaklega fyrir að hafa tætt í sig frjálshyggju Nozicks í Robert Nozick: Property, Justice and the Minimal State, fyrir greinar sínar í Guardian og fyrir skrif sín um ójöfnuð og heimspeki velferðarstefnu.

Ég heyrði Wolffs fyrst getið þegar ég las grein eftir hann þegar áhugi minn á frjálshyggju sem stjórnmálastefnu stóð sem hæst. Efni þessarar greinar snerti sterklega inn á það viðfangsefni sem ég ætlaði upprunalega að skrifa um sem BA ritgerð.

Fyrirlesturinn var mjög góður, og snerti inn á hvort að hugtakið réttlæti gæti átt við um samfélög -- þ.e.a.s. hvort samfélög, sem slík, gætu verið réttlát, eða hvort réttlæti væri einungis eiginleiki sem ætti við um samskipti einstaklinga. Mjög áhugavert, allt saman.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hlynur | 16.3.2007 kl. 08:44
Hlynur

Er herra Wolff jafn sexý og hann er klár?

Sveinbjörn | 16.3.2007 kl. 15:46
Sveinbjörn

Hmm...tæpast. Hann er frekar skinny, nördalegur gaur með dæmigerðan breskan menntahreim.

Dagur | 17.3.2007 kl. 05:50
Dagur

Var það þetta sem þú hugsaðir á meðan fyrirlestrinum stóð? Komst ekkert annað að en "djöfuls fucking mjóna pís of SHIT" í huga þínum?

Sveinbjörn | 17.3.2007 kl. 15:29
Sveinbjörn

Vá, þrjú obnoxious comment frá Degi í röð. Hann hlýtur að vera fullur

Dagur | 19.3.2007 kl. 16:41
Dagur

Já það er rétt. Þetta hef ég skrifað þegar ég kom heim eftir vísindaferð og djamm. Skil ekki hvað ég var að gera í tölvunni. Ekki sniðugt. Afsakaðu.