13.3.2007 kl. 23:33

Úff, staglið sem ég þarf að láta út úr mér í þessu námi er hreint út sagt mannskemmandi...


20 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 14.3.2007 kl. 00:37
Dagur

Ég er að reyna að lesa þessa grein þína. Ég tók upp á því að lesa hana aftur á bak fyrst, efnisgrein fyrir efnisgrein. Nú þarf ég að fletta upp á vissum hugtökum á wikipedia.

Hvað er ég að pæla? Er þetta worth it?

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 00:42
Sveinbjörn

You tell me, Dagur ;)

Dagur | 14.3.2007 kl. 00:59
Dagur

Þetta er dáldið erfitt út af hlutum eins og "...postulated by the logical empiricists, Grover Maxwell argues that...". Ég veit ekki hvað logical empiricism snýst út á nákvæmlega. Ég er ekki inn í umræðunni. En ég næ pælingunni í meginatriðum. Þetta er kannski einmitt leiðin til að koma sér inn í umræðuna...

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 02:07
Sveinbjörn

Logical empiricism þýðist sem rökfræðileg raunhyggja -- sem var ráðandi heimspekilega hugmyndafræðin um miðbik 20. aldar. Þú ferð væntanlega í þetta í Inngangi að frumspeki við HÍ. Ayer og Carnap eru dæmigerðir talsmenn stefnunnar, sem og Schlick, Reichenbach, Neurath o.fl.

Einar Örn | 14.3.2007 kl. 12:23
Einar Örn

Mér skilst að nú séu breyttar áherslur í frumspekináminu, og búið að fella inn í námskeið eðlishyggjuhugmyndir um kynin, og þar fram eftir götunum.. Þegar ég tók námskeiðið hjá Lassa var þetta 99% málspeki, frekar feitt stöff. Hugsa að ég commenti ekkert á þessa þróun..

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 14:53
Sveinbjörn

Þú ert að grínast, Einar? Eðlishyggjuhugmyndir um kynin? Ouch.

Þegar ég tók þetta hjá Lassa þá var þetta kick ass námskeið: Russell, Stalnaker, Ayer, Kripke og þar fram eftir götum.

Dagur | 14.3.2007 kl. 18:35
Dagur

Já, ég var í Inngangi að frumspeki til að byrja með í janúar. Það var linkað á eitthvað lesefni í Uglunni sem ég kíkti á, til að vera duglegur og læra heima. Það hét minnir mig Feminism and Metaphysics: Unmasking Hidden Ontologies, e. Sally Haslanger. Ég held að það hafi verið það. Ég sagði mig allavega úr áfanganum. Ég náði engri fótfestu í þessum texta, ég vissi ekkert hvað var í gangi.

Dagur | 14.3.2007 kl. 01:29
Dagur

Ertu viss um að "lengdin á orsakasögunni" sé eini munurinn á mis-observable (skynhæfum?) hlutum? Mér dettur í hug eðlisfræði. Mér skilst að eðlisfræðingar hafi "observað" hluti með útreikningum. Væri það ekki eðlismunur sem er á þeim observations og því sem við sjáum?

Dagur | 14.3.2007 kl. 02:37
Dagur

Ég er ekki að segja að mér þyki eðlismunur á hvort þú sjáir hlut með auganu eða smásjá, eða myndavél sem nemur einhverja geisla eða eitthvað. Ég er að tala um stærðfræðilegar eða eðlisfræðilegar ályktanir um heiminn sem mætti jafnvel kalla observation, sem er þá eitthvað sem "æðra cognition" eða whatthefuck skynjar.

Dagur | 14.3.2007 kl. 01:47
Dagur

"But if we are good empiricists, we are committed to basing our ideas about the world only on what has been observed, and this is distinct from what is observable."

I would have thought that for something to be observed it would have to be observable. And if something has been observed it would naturally follow that it is observable. I agree that our observation is not the same as that which is observed, an observation of a table is not a table but an observation and a table is not an observation of a table but a table. But the observation depends on the thing, or so I would think, so for us to know about things it seems they would have to be observable in some way. This thing about how observable they are, if we can observe it with our natural sensory facilities or if we need to construct something more, is a question of whether we trust our constructed sensors just as whether we trust our senses. Or so I would think. Perhaps this is irrelevant to your essay?

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 01:51
Sveinbjörn

'tis

Dagur | 14.3.2007 kl. 01:53
Dagur

Það var fljótafgreitt. Var þetta worthless pæling? Common. Vertu næs við fyrsta árs heimspekinema og fyllibyttu :)

Annars er þetta alveg áhugavert stöff.

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 02:03
Sveinbjörn

Fyrri punkturinn er eftirfarandi: Hvort það sé eðlislægur (þ.e.a.s. kvalitatívur) munur á því sem er skynjað au natural og því sem við skynjum með hjálpartækjum er háð þeirri þekkingarfræði sem við aðhyllumst. Til þess að selja okkur konstrúktíva raunhyggju þarf Van Fraassen að selja okkur þekkingarfræði sína með í sama pakka -- og mér finnst þekkingarfræðin hans vera dodgy.

Seinni punkturinn: raunhyggja skuldbindur okkur til þess að byggja kenningar okkar á því sem við skynjum -- ekki það sem við getum skynjað sem stendur með núverandi skynjfærum. Þ.a.l. getur Van Fraassen ekki gert tilkall til þess að vera sterkari raunhyggjumaður en aðrir.

Ef þig langar til að skoða Van Fraassen meira, Dagur, þá skaltu tjekka á The Scientific Image, sem er að mörgu leyti fín bók.

Dagur | 14.3.2007 kl. 02:34
Dagur

Þakka þér fyrir, Sveinbjörn. En hver er annars þekkingarfræði Van Fraassen? Kom það fram í ritgerðinni þinni? Eða varstu kannski að benda mér á bókina svo ég gæti kynnt mér það?

En mér virðist við fyrstu sýn sem þessi Fraassen sé að segja eitthvað skynsamlegt, og að þetta vandamál varðandi hvort hlutir eru observable, sem þú hefur búið til orsakasögulengdarspektrúm fyrir (sem er ágætt), fer eftir hvort þú treystir skynjurum, tilbúnum sem náttúrulegum, og hvaða skynjurum þú treystir. Já, ok, ég sé hvernig það fer eftir þekkingarfræði. Hvaða alternatíva þekkingarfræði er þetta? Ertu bara að gagnrýna Fraassen fyrir að segjast vera sterkari raunhyggjumaður en aðrir?

Nei, bíddu, ég held ég sé að ná þessu. Vegna þess að hversu observable hlutir eru veltur bara á hvaða skynjurum þú velur að treysta getur Fraassen ekki gert tilkall til sterkari raunhyggju. Er ég á réttri leið?

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 02:49
Sveinbjörn

Það verður að skilja kenningu Van Fraassens í stærra samhengi. Núna í marga áratugi hafa vísindaheimspekingar í grófum dráttum skitptst í tvo hópa -- realista og anti-realista. Ég nenni ekki að fara út í nákvæmlega hvað þessar afstöður fela yfirleitt í sér -- en það nægir að segja að Van Fraassen fellur þarna e-s staðar mitt á milli á skringilegan hátt, sem mér þykir illverjanlegur.

Dagur | 14.3.2007 kl. 03:43
Dagur

Hey, Betrayal at Krondor fyrir makka! VÁ, ég elskaði þennan leik. Geðveikt. Hversu langt er síðan þú uploadaðir honum? Djöfuls snilld.

Gunni | 14.3.2007 kl. 14:53
Gunni

Sorry to go off topic, en þetta er án efa besta og nördalegasta tattoo allra tíma:

http://farm1.static.flickr.com/150/411932018_ec557f585f.jpg">http://farm1.static.flickr.com/150/411932018_ec557f585f.jpg

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 21:47
Sveinbjörn

Off Topic!!!

Unacceptable.

Thou art hereby banned from ever commenting again. Or not.

Já, þetta er nördalegasta tattoo ever. Mig langar í svona :)

Sindri | 14.3.2007 kl. 23:06
Sindri

Haha, frábært tattoo!