13.3.2007 kl. 15:11
maistre small

Rammkaþólski savoyski aðalsmaðurinn Joseph de Maistre fyrirleit lýðræði, og áleit sem svo að ekkert lýðræðisríki gæti varið -- það hlyti að leysast upp og valdið myndi falla í hendur Guðstrúandi elítunnar. Þegar samtímamenn hans bentu á hversu vel hlutirnir gengu í Bandaríkjunum, sem höfðu þá verið sjálfstæð í 20 ár, svaraði hann:

America is cited to us; I don't know anything so impatient as the eulogies bestowed upon this child in arms. Let it grow up. (Considérations sur la France, 1796)

Rúmlega 200 árum síðar verður maður að viðurkenna að hlutirnir eru nú að þróast eins og Maistre spáði...


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 13.3.2007 kl. 19:36
Dagur

Það á ábyggilega allt eftir að ganga eftir sem þessi maður sagði. Mannkynið hefur haft hrapalega rangt fyrir sér í nokkrar aldir og eftir 200 ár verður Maistre álitinn hinn besti siðapostuli.

Sveinbjörn | 13.3.2007 kl. 23:58
Sveinbjörn

Dagur, ég var að bæta við einu á "Things to see before I die" listann minn -- svipinn á Joseph de Maistre þegar þú byrjar blindfullur að ræða um heimspeki við hann.

Dagur | 14.3.2007 kl. 00:03
Dagur

Heh. Það yrði líklega það eina á "Things I see right before I die" listanum mínum.

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 00:04
Sveinbjörn

Hahahaha, ég held það.

Brynjar | 13.3.2007 kl. 20:27
Brynjar

Verður Benedikt XVI þá næsti forseti bandaríkjana ?

Sveinbjörn | 13.3.2007 kl. 22:14
Sveinbjörn

Josef Ratzinger, takk fyrir. Við erum ekki páfasleikjur á þessu léni -- maðurinn heitir Ratzinger, er austurríkismaður og vinnur fyrir eina stæstu fjárfestingarstofnun í heiminum. Það að hann klæðist gylltum slopp og kalli sig Benedikt breytir því ekkert.

Dagga | 14.3.2007 kl. 10:30
Dagga

Leiðinlegt að vera með besserviss, en Joseph Ratzinger er víst frá Bæjaralandi.

(Hann átti líka WV Bjöllu, btw.)

Einar Örn | 14.3.2007 kl. 14:54
Einar Örn

Smá besserviss: VW var það víst

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 15:07
Sveinbjörn

Látt'ekki'sona: það vita allir að það er Wolks-Vagen ;)

Gunni | 14.3.2007 kl. 14:56
Gunni

Jamm, hann fæddist samt alveg á landamærunum. Hann gat örugglega sjálfur labbað til Austurríkis þegar hann var orðinn fimm ára :)

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 15:05
Sveinbjörn

Fyndið, þetta. Ég man eftir öðrum vel þekktum og valdamiklum manni sem fæddist á landamærum Austurríkis og Bavaríu :)

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 15:10
Sveinbjörn

Ofannefndi maðurinn fæddist í Braunau-am-Inn á landamærunum, Ratzinger fæddist í Marktl am Inn.

Ofannefndi maðurinn átti föður sem hét Alois en Ratzinger heitir Joseph Alois Ratzinger.

Þetta eru alveg skuggaleg tengsl sem ég er að finna hérna.

Dagur | 14.3.2007 kl. 19:24
Dagur

Ég held það mætti, ef maður grúskaði í arkívinu þínu, sjá ákveðið þema, vissa áráttu sem margir gætu talið óheillavænlega.

En eftir að ég las gagnrýni þína á Schindler's List held ég að ég skilji betur hugfengni þína á þessum manni.

Sveinbjörn | 14.3.2007 kl. 23:18
Sveinbjörn

Þú meinar auðvitað hugfengni mína á Josef Ratzinger? ;)