11.3.2007 kl. 16:59

Óvægur stríðsrekstur minn í garð Internet Explorer vafrans hefur borið tilskilinn árangur. Hér er tölfræðin fyrir Febrúar síðastliðinn:

browsers breakdown sveinbjorn.org

15 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 11.3.2007 kl. 22:58
Halldór Eldjárn

hefur borið tilskildan árangur = hefur borið tilskilinn árangur

Einar Örn | 12.3.2007 kl. 14:16
Einar Örn

Ég á í love-hate sambandi við Safari. Hvort er það hann sem er svona illa standards-compliant, eða netið sjálft er fast í einhverju IE6-chasing kjaftæði?

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 18:25
Sveinbjörn

Safari er sennilega mest W3C-compliant vafrinn á markaðinum -- hann er t.a.m. eini vafrinn sem stenst Acid 2 prófið:

http://www.webstandards.org/action/acid2/">http://www.webstandards.org/action/acid2/

Ég lendi mjög sjaldan í vandræðum með síður í Safari, og nota hann 99% af tímanum. Þegar hann klikkar, þá er það yfirleitt í sambandi við JavaScript engine-ina -- JavaScript implementations eru oft mjög browser-specific.

Ef einhver síða neitar að þjónusta þig vegna þess að þeir segja að Safari sé incompatible, þá er það yfirleitt kjaftæði. Kveiktu þá bara á Debug menuinu í Safari, og stilltu User Agent strenginn á IE6. Þá heldur viðkomandi síða að þú sért með IE og þjónustar þig.

Einar Örn | 12.3.2007 kl. 18:56
Einar Örn

OmniWeb stenst líka Acid prófið, en sá browser er að öðru leyti mjög óþjáll og uppfullur af useless features.

En hvernig kveiki ég á Debug menuinu?

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 18:59
Sveinbjörn

OmniWeb í dag notar breytta útgáfu af open-source WebKit rendering engine-inni sem Safari keyrir líka á. Fyrir vikið rendera þessir tveir vafrar síður nákvæmlega eins.

Til þess að kveikja á Safari Debug menu:

http://www.macosxhints.com/article.php?story=20030110063041629">http://www.macosxhints.com/article.php?story=20030110063041629
Google is your friend.

Einar Örn | 12.3.2007 kl. 18:59
Einar Örn

Nevermind, fann það út

(ef einhver annar er að pæla í því, þá er skipunin
defaults write com.apple.Safari IncludeDebugMenu 1)

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 19:02
Sveinbjörn

Þess má geta, að ef þú hefur áhuga á að keyra ávallt allra nýjustu útgáfuna af Safari þá geturðu alltaf sótt nýjustu WebKit-builds reglulega á eftirfarandi slóð:

http://nightly.webkit.org/">http://nightly.webkit.org/

Einar Örn | 12.3.2007 kl. 19:19
Einar Örn

Heh, fann akkúrat þessa síðu á macosxhints.

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 19:35
Sveinbjörn

Btw, Einar, þú getur svarað einstökum commentum núna, með því að smella á Reply hlekkinn.

Það eru líka grafísk tól sem leyfa þér að stilla Debug menuið o.fl., t.a.m. Cocktail.

Einar Örn | 13.3.2007 kl. 01:11
Einar Örn

Takk fyrir ábendinguna.

En veistu hvort það er hægt að diseibla target blank í safari, þ.e.a.s. þannig að linkar sem reyna að opna nýja glugga opni tab í staðinn? Ég veit að það það eru til plug-in sem bjóða upp á þetta, en er forvitinn að vita hvort það er hægt að stilla þetta einhvern veginn öðruvísi..

Sveinbjörn | 13.3.2007 kl. 01:16
Sveinbjörn

Ég nota Safari Stand til þess að láta target blank hlekki opnast í tabs. Eftir því sem ég best veit, þá er það ekki stillanlegt í Safari sem slíkum. Sentu ímeil á WebKit liðið og biddu um þetta ;) Það er essential fídus.

Brynjar | 13.3.2007 kl. 14:26
Brynjar

Ég reyndi að venja mig á safari eftir að ég fékk mér makka. Hann er svosem ágætur browser, ég skipti samt aftur yfir í firefox, enda mun betri, hraðvirkari, notadrjúgari og þægilegri í alla staði ;)
Ég veit ekki hvort þetta eigi bara við um intel buildið af Safari en hann á það til að crasha, nota óhóflega mikið minni, klikka á javascript og svo er flashið ótúlega slow (hverjum sem það er að kenna, adobe eða apple).
Apple mætti gjarnan henda út finder og porta svo meiru en bara KHTML úr Konqueror, þá gæti safari líka verið file managerinn ofl. í OS X

Sveinbjörn | 13.3.2007 kl. 14:33
Sveinbjörn

Mér finnst Firefox notendaviðmótið vera hálf klunnalegt í Mac OS X. Og hann er definitely hægari en Safari að rendera síður -- allavega á minni vél.

Sammála þér að Finderinn er ekki nógu öflugur -- en lausnin er DEFINITELY EKKI að adopta e-ð sem líkist Konqueror. Það sem þarf er bara að endurskrifa fucking Finderinn og hætta þessu "file browser" metafóri og koma aftur með spatial file system representations eins og var í Mac OS 9.

Brynjar | 13.3.2007 kl. 14:49
Brynjar

Þess má til gamans geta að Ubuntu er með svona spatial file system represenations eins og var í Mac OS 9, enda heyrði ég því einhverstaðar fleygt fram að einn af gaurunum bakvið System 6-7 sé einmitt kominn yfir í þær herbúðir. Það er hægt að velja á milli spatial mode og browser mode og var spatial defaultið í Ubuntu 6.06 en svo var browser mode orðið default í 6.10

Sveinbjörn | 13.3.2007 kl. 14:55
Sveinbjörn

Ég játa að ég hef ekki skoðað nýjustu file managerana í Linux, en ég er skeptískur á að þeir séu e-ð sem myndi falla mér að geði.