mentat im bad

Þeir lesendur mínir sem þjást af sífelldum ruslpósti hi-nem póstlistans kunna e.t.v. að hafa orðið varir við bréf undanfarna daga auglýsandi félagið Res Extensa, og ráðstefnu sem það félag heldur á næstu dögum um gagnrýna hugsun. Ég vil vekja athygli á að vefsíða félagsins keyrir á uppáhalds vefviðhaldskerfi okkar, Mentatinum sjálfum.

Á vefsíðu félagsins er því lýst sem "nýstofnað félag fólks sem hefur áhuga á og rannsakar hug, heila og hátterni fólks." En hví þá Res Extensa? Í tvíhyggju Descartes skiptist heimurinn í res extensa (þ.e.a.s. hlutir sem eru "extended in space") og res cogitans, sem er efni hugsana. Ef hugurinn telst meðal viðfangsefna félagsins þá væri res cogitans e.t.v. meira viðeigandi.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 8.3.2007 kl. 21:03
Sindri

Hróður mentatsins berst víða. Vel af sér vikið, Sveinbjörn. Ég var einmitt að skoða þessa síðu í dag, frekar pirrandi liturinn á sumu letrinu þarna. En hvernig stendur á því að þessi síða keyrir á mentatinum fræga?

Sveinbjörn | 8.3.2007 kl. 21:14
Sveinbjörn

Sálfræðineminn sem er vefstjóri síðunnar er Guðmundur D. Haraldsson og hann vann með mér hjá FRISK síðustu tvö sumur.

Dagur Bergsson | 12.3.2007 kl. 22:37
Dagur Bergsson

Ég sótti þessa ráðstefnu og það var mjög gaman. Margt áhugavert kom fram. Svo hitti ég þetta lið um kvöldið á Næsta bar. Það var líka mjög gaman, og margt áhugavert kom fram. Svo gekk ég í þetta félag í dag og mér finnst þetta mjög gaman allt saman og áhugavert. Þetta á að vera svona þverfaglegur vettvangur fyrir cognitive science að mestu leyti skilst mér.

Hvernig myndirðu annars segja cognitive science á íslensku? Hugarvísindi? Kannski of líkt hugvísindum...

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 22:50
Sveinbjörn

Ég sótti international kúrs við HÍ um árið sem hét Mind, Language and Cognitive Science. Það var þýtt yfir á íslensku sem Hugur, Mál og Hugfræði.

Auðvitað er hugvísindi tekið fyrir "humanities" núna, þannig að "hugfræði" verður vist að duga. Annars er allt í steypu varðandi þýðingar á svona hugtökum í íslensku. Það þyrfti að gefa út átorítatíva komprehensíva orðabók.

Sveinbjörn | 12.3.2007 kl. 22:51
Sveinbjörn

By the way, Dagur, þú ert að nota Mac OS X 10.3. Hví? Fáðu Magga til að uppfæra þig í 10.4.