7.3.2007 kl. 02:39

Eftir 3 tíma af hardcore vísindaheimspeki fór ég út að drekka í kvöld með frekar heimskum enskum gaur sem heitir Tommy. Hann dróg mig á einstaklega úrkynjaðan og vúlgar "american style" bar, þar sem ég lét ofan í mig allt of mikið af áfengi og ákvað síðan að fara heim. Ég hugleiddi strætisvagna borgarinnar í smá stund, en ákvað síðan að splæsa á leigubíl. Ég steig upp í eitt af unlicensed leigubílunum sem hengu fyrir utan barinn, og bað bílstjórann að taka mig á Liverpool Street. Á leiðinni ræddi ég passionately við hann um kosmópólítanisma, múltíkúltúralisma, stöðu fjölþóða á nútímasamfélagi og meira, og var hann mjög viðræðuhæfur og almennilegur -- okkur kom vel saman í alla staði. Ég hugsaði með mér að ég myndi gefa honum væglegt tip. Síðan stoppar félagi vor á áfangastað -- prísinn 15 pund -- ég hugsa með mér -- frekar dýrt, en alveg reasonable -- greiði manninum og stíg út úr taxanum. Hann brunar í burtu, og þá rennur upp fyrir mér að ég var hvergi nálægt Liverpool Street. Ég var einhvers staðar úti í rassgati Lundúna. Ég eyddi rúmum klukkutíma í að ganga heim.

That's it. No more Mr. Nice Guy. Hér eftir tek ég black cabs.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 7.3.2007 kl. 13:01
Steinn

Það er bara mega vesen að taka óskráða leigubíla, þó það sé erfitt að finna lausan skráðan leigubíl þá er það líka öruggarar.

Doddi | 7.3.2007 kl. 13:13
Doddi

Þú hefur þá væntanlega komið inn á konseptið plural monoculturalism?

Annars tók ég einu sinni svona óskráðan leigubíl í félagi við aðra vitleysinga. Kostaði 40 pund og ferðafélagar mínir létu selja sér gangstéttararfa á önnur 40 pund. Héldu að þeir væru að fá eitthvað annað.

Það þarf ekki að taka fram að þetta var afskaplega fyndið.

Sindri | 7.3.2007 kl. 13:46
Sindri

Haha, ég hugsa að hann hafi bara fengið nóg af þessu blaðri í þér.

Sindri | 7.3.2007 kl. 13:52
Sindri

En annars, getur ekki verið hættulegt að taka svona unlicensed leigubíla? Það er allavega þannig í flestum öðrum stórborgum. Mikið um rán o.þ.h.

Arnaldur | 7.3.2007 kl. 15:23
Arnaldur

Djövulsins mannsorp. Við finnum bara þennan gaur og útdeilum smá réttlæti við tækifæri.

Gunni | 7.3.2007 kl. 16:28
Gunni

Ég átti öllu skemmtilegri upplifun í unlicensed leigubíl í Pekíng. Bílstjórinn talaði ensku með þessum líka þykka sænska hreim og keyrði Volvo.

Turns out mondays to fridays he drives for the Swedish embassy, weekends he drives tourists and amazes them with his accent ;)

Sindri | 7.3.2007 kl. 18:25
Sindri

Talandi um leigubílstjóra og sænsku. Þegar ég var úti í Frakklandi síðasta sumar þá hitti ég einmitt á einn franskan blámann sem talaði reiprennandi sænsku. Það var mun auðveldara að eiga samskipti við hann á sænskunni heldur en menntaskólafrönskunni sem er eitthvað farin að ryðga, en bara smá. Fyndið.

p.s. Hann keyrði þó á licensed leigubíl.

Sveinbjörn | 7.3.2007 kl. 18:45
Sveinbjörn

Mér líst vel á þessa réttlætispælingu þína, Naldó.

Einar Örn | 8.3.2007 kl. 10:04
Einar Örn

Tók unlicensed leigubíl í Reykjavík (!) fyrr í vetur. Samið um prís fyrirfram, og ökumaðurinn hinn almennilegasti í alla staði. Vildi reyndar ekki viðurkenna að hann væri í harkinu, sagðist hafa farið á djammið en ekki nennt því og ákveðið að skutla frekar fólki heim gegn vægu gjaldi. Það þarf fleiri svona (leiða djammara þeas) til að létta á þessu fáránlega ástandi sem skapast í miðborg Reykjavíkur um helgar... but I digress...

Sindri | 8.3.2007 kl. 21:10
Sindri

Ég var að keyra á Reykjanesbrautinni í dag og skyndilega tók einhver maður með glóðarauga fram úr mér. Hann var klæddur í júdógalla og af svipnum að dæma, virtist hann staðráðinn í að útdeila réttlætinu. Mér sýndist hann stefna í átt til Keflavíkur að ná næstu vél til Lundúna.