Í gær fór ég að sjá hljómsveit heimspekideildar LSE, The Critique of Pure Rhythm spila. Eins og ég hef minnst á áður þá er hljómsveitin skipuð af starfsmönnum deildarinnar. Þetta voru algjörir snilldartónleikar -- hljómsveitin alls ekki slæm -- þar sem teknir voru allir helstu gullmolar sjötta áratugsins: Chuck Berry, Jerry Lee Lewis, Muddy Waters o.fl.

the critique of pure rhythm

Fleiri myndir hér.

Ótengt þessu vil ég síðan benda á þetta myndband -- vek sérstaklega athygli á hverju Russell svarar við að komast út úr fangelsi.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hlynur | 3.3.2007 kl. 16:42
Hlynur

Sérðu ekki Erlend fyrir þér á trommunum? :-)

Sveinbjörn | 3.3.2007 kl. 19:23
Sveinbjörn

Já, Erlend á trommunum, Vilhjálm á gítar, Lassa á hljómborð og Svavar vocalist. Kalla hana "Tractatus Musico-Harmonicus" ;)

Nei, bíddu, hún Sigríður myndi aldrei sætta sig við það. Ætli hljómsveitin yrði ekki að heita "Music and Nothingness", eða "Also spielt Zarathustra".

Hlynur | 4.3.2007 kl. 17:15
Hlynur

Haha: "Music and Nothingness". Verðum við ekki að stofna hljómsveit bara til að geta notað þetta nafn?!