28.2.2007 kl. 15:18

mentat.pl lénið: Allt er nú til.


Annars, til þess að ílengja umfjöllun um almennan nördaskap minn, þá var ég áðan að ræða við hann Binna félaga á MSN um AJAX tæknina (Asynchronous Javascript And XML). Var nefnilega að skrifa fyrsta AJAX-based forritið mitt (sem sjá má á Contact síðunni), og ég lét út úr mér eftirfarandi frasa í samræðunni:

safari klikkar eitthvað á að rendera rewritten block-level elements í DOMinu

Varla var ég búinn að láta frá mér þetta fyrr en það rann upp fyrir mér að ég er incurable tölvunörd, beyond *any* hope of redemption.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 28.2.2007 kl. 17:48
Aðalsteinn

Það rann upp fyrir mér um daginn að það er fátt leiðinlegra en fólk sem er alltaf að tala um hvað það sé mikið nörd.

Aðalsteinn | 28.2.2007 kl. 20:18
Aðalsteinn

Ég heiti Aðalsteinn og ég er tussa.

Hlynur | 28.2.2007 kl. 21:58
Hlynur

Reyndu að lesa textann á þessari síðu án þess að hlæja: http://www.hofs.ws/page4.html.">http://www.hofs.ws/page4.html.Ef þér tekst það ertu a.m.k. alveg laus við hroka!

Sindri | 1.3.2007 kl. 01:45
Sindri

Þú ert nú meiri nördinn, Sveinbjörn, og þú virðist hafa gaman af því að skrifa um það. Það er hins vegar ekkert flott að stæra sig af því hversu langt leiddur maður er í nördaskapnum. Það grefur einfaldlega undan túrverðugleika þínum sem nörd á þessu tiltekna sviði.

Ég sjálfur er aftur á móti töffari, svokallaður eðlisfræðitöffari, enda snýst líf mitt að mestu um eðlisfræði þessa dagana. Töffaraskapur minn nær reyndar inn á mun fleiri svið en eðlisfræði enda er nauðsynlegt að vera töff á fleiri sviðum en einu. Þér er ekki boðið í töffaraelítuna! ;)

p.s.

Hvenær á maður svo von á þínum hluta í leyniprojektinu? Ertu kannski of upptekinn við að nördast, hehe ég hætti nú.

Sveinbjörn | 1.3.2007 kl. 06:59
Sveinbjörn

I have no defence but laziness -- en ég er núna að vinna í þessu. It shall be done.

Grímur | 1.3.2007 kl. 08:52
Grímur

Iceland have spechal landskaip?

Aðalsteinn | 1.3.2007 kl. 09:50
Aðalsteinn

Sveinbjörn, across this line, YOU DO NOT uh...

En nei, þetta var lélegt hjá þér. Það má eiginlega segja að þú sért að níðast á mér í skjóli valds þíns.

Sveinbjörn | 1.3.2007 kl. 12:04
Sveinbjörn

Hahahaha!

Já, þetta var lágkúrulegt bragð af mér, en ómótstæðilega freistandi. )

Aðalsteinn | 1.3.2007 kl. 15:10
Aðalsteinn

Valdníðsla!

Gunni | 1.3.2007 kl. 15:30
Gunni

Það er víst flott að stæra sig af því hversu langt leiddur maður er í nördaskapnum. Ég er t.d. farinn að sprauta mig með pepsi max og lifa eftir Klingon Warrior code-inu.

Kabl'ach!

Sindri | 1.3.2007 kl. 16:29
Sindri

Hehe.

Sindri | 1.3.2007 kl. 16:41
Sindri

BTW, hvaða ógeðslega grein er þetta? Hvernig er hægt að vera svona lélegur í ensku? Það væri ekki einu sinni hægt að þýða þetta svona illa með heilalausri þýðingarvél á netinu.

Sindri | 1.3.2007 kl. 16:41
Sindri

Ég meinti síða en ekki grein.