17.2.2007 kl. 15:52

Ég var í partýi í nágrenninu í gær. Það var pakkað af LSE nemendum sem voru að læra "European Studies" -- sem er eins konar crash kúrs í "how-to-become-a-Eurocrat". Verandi manneskjan sem ég er endaði ég auðvitað í pólitísku debati við fólkið. Ég sver það, sumt af þessu liði var algjörlega hopeless -- teknókratískt, anddemókratískt og almennt hrokafullt í garð hins almenna manns.

Það má ýmislegt slæmt segja um eiginleika mannkynsins, en ég hef sjaldan rekist á jafn kaldrifjaðan elítisma. Ef þetta var viðeigandi úrtak af liðinu sem mun stjórna Brussells batteríinu í framtíðinni, þá vona ég eindregið að Ísland haldi sig utan EU.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 17.2.2007 kl. 16:38
Arnaldur

Power to the EU!

Sveinbjörn | 17.2.2007 kl. 16:42
Sveinbjörn

Uss. Þú vilt ganga í þessa skítugu elítu, Dawg. Uss.

Doddi | 17.2.2007 kl. 18:16
Doddi

Evrópusambandið mun ekki endast í meira en 20 ár.

Doddi | 17.2.2007 kl. 18:21
Doddi

S.s. 20 ár í viðbót.

En sammála, ESB er veruleikafirrt miðstýringarafl. Við eigum nóg með að fylgja eftir EES-reglugerðarfarganinu.

Hérna er áhugaverð mynd. Samanburður á íslensku, bandarísku og ESB-stjórnarskránni, sem nb. ekki allar aðildarþjóðir hafa samþykkt.

http://hi.is/~thg16/const.png

Steinn | 17.2.2007 kl. 20:33
Steinn

Sem fingurbrotinn maður er ég alveg á því að elítismi sé af hinu góða! En þetta breytist kannski þegar ég losna úr spelkunni, hver veit? Áfram elítismi!!

Sveinbjörn | 18.2.2007 kl. 19:02
Sveinbjörn

Já, Naldó sagði mér að þú hefðir verið fórnarlamb götuofbeldis. Steini, það er bara eitt sem getur bjargað heiðri þínum sem karlmaður.

Þú verður að drepa gaurinn.

Þetta er ekkert mál, við dömpum bara líkinu einhvers staðar í gjótu á hálendinu, ég er alltaf að þessu.

Grímur | 19.2.2007 kl. 10:07
Grímur

Fórnarlamb götuofbeldis... Semsagt ofbeldi af hálfu götunnar? Datt í götuna og braut sig?

Annars á ég ekki að hlæja að fólki fyrir asnaleg slys... Kasta steinum úr glerhúsi o.s.frv...

DaC | 20.2.2007 kl. 02:20
Unknown User

Ég hef skoðað síðuna, sem er góð, og aðrar sem heyra undir sama kunningjahóp. Þið eruð skarpir piltar og pennafærir... En ég held það leynist minnst einn Patrick Bateman hérna.

Svona fyrst elíta er til umræðu.