30.1.2007 kl. 03:51
maistre small

Ég veit að ég er alltaf að tala um og vitna í Joseph De Maistre á þessari síðu, en ég get ekki staðist þetta. Ég er að lesa Sankti Pétursborgarsamræður Maistre, og finnst frábært hvernig hann kúkar yfir Rousseau. Hvað hefur hann að segja um eftirfarandi frægu setningu Rousseaus úr Samfélagssáttmálanum?:

"Man is born free, but everywhere he is in chains. [...] How did this change come about?"

De Maistre hlær ísköldum hlátri og svarar:

"One might as well ask why it is that sheep, who are born carnivorous, nevertheless everywhere nibble grass"

Ah, hann er svo delightfully evil.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 30.1.2007 kl. 05:44
Gunni

Gott quote, minnir mig á dálítið sem Michael Shermer stakk einusinni uppá í bók sem ég las eftir hann um trúarbrögð.

Hann líkti Creationisma við "the fine science of Aeroporcinology - i.e. the study of the flight patterns of the common pig."

Þú byrjar með það premise að svín fljúgi, eða guð hafi gert heiminn á sex dögum, your task is then to account for the peculiar abundance of evidence to the contrary.

Annað context, en svipuð pæling.

BTW, ég var að lesa um Windows Vista og þetta helvíti verður með nefið í hverjum einasta helvítis hardware driver og hverjum einasta helvítis media file. Ef Windows central command hættir að treysta einhverjum hardware framleiðanda af því að það er hægt að hacka sig í gegnum content protection með því verður send út update í gegnum netið sem gerir það að verkum að þú verður að disabla potentially rándýra græju til að geta keyrt Windows.

Same goes for files, ef þú keyptir ekki myndina eða tónlistina sem þú ert að reyna að hlusta á mun stýrikerfið sjálft step in - óháð spilara - og kalla þig þjóf.

Bottom line is, I need to enroll in a fucking Linux class ;)

Sveinbjörn | 30.1.2007 kl. 05:52
Sveinbjörn

Þetta með svokallað Digital Rights Management í Vista hefur lengi legið fyrir. Notaðu bara Windows XP áfram (hugbúnaður fyrir það kerfi er ekkert að fara að hverfa á næstu 5 árum) eða kauptu þér bara Makka ;). Veit ekki alveg hvort þú munir nenna að leggja á þig Linux.

Grímur | 30.1.2007 kl. 14:23
Grímur

Bíddubíddu... Er ég að missa af einhverju með litlu, sætu lömbin?

...það myndi svosem útskýra vígtennurnar...

Ég sé þetta samt alveg fyrir mér, árás mannætukindanna. Mannkynið er dauðadæmt. Ójá.

Dagur | 30.1.2007 kl. 16:57
Dagur

Mannkynið er ekkert dauðadæmt þó að kindur séu að vígbúast, bara Íslendingar.

Sindri | 30.1.2007 kl. 21:55
Sindri

...who are born carnivorous...???

Hvaða bull er þetta. Kindur eru ekki kjötætur! Ég verð að taka í sama streng og Grímur; ég hlýt að vera að missa af einhverju.

Sindri | 30.1.2007 kl. 21:58
Sindri

en ég geri ráð fyrir því að þetta sé djók hjá de Maistre

Sveinbjörn | 30.1.2007 kl. 21:59
Sveinbjörn

Voðalega eru þið sljóir strákar, eru þið ekki að fatta þetta?

Sheep are not born carnivorous == men are not born free

Sindri | 31.1.2007 kl. 02:09
Sindri

Jú ég var eiginlega búinn að fatta þetta. En maður getur aldrei verið viss. þess vegna sagði ég að ég gerði ráð fyrir því að hann væri að "djóka".

Brynjar | 31.1.2007 kl. 16:55
Brynjar

Menn sem tala um að "leggja á sig Linux" hafa greinilega ekki verið að fylgjast með undanfarin misseri, á http://www.ubuntu.com/ er td. hægt að nálgast linux dreifingu sem er mun notendavænni en Windows XP any day. Ágætt að benda á http://badvista.fsf.org/ í leiðinni

Arnaldur | 31.1.2007 kl. 21:42
Arnaldur

Hafa kindur aldrei ráðist á ykkur?
Ég hef oft þurft að hafa afskipti af sauðdrukknum ofbeldisfullum sauðum niðrí bæ.

Sveinbjörn | 31.1.2007 kl. 21:50
Sveinbjörn

Voru sauðdrukknu sauðirnir kjötætur?

Gunni | 1.2.2007 kl. 15:25
Gunni

Takk fyrir linkinn Mr. Brynjar sir. Mér líst frekar vel á pakkann en þarf að skoða þetta aðeins betur, er að spá að gera smá pláss á drifinu eftir helgi og prófa að gera partion og installa þessu til hliðar við windows og hafa báða möguleika.

Then again I might just have a beer and say "fuck it."