30.1.2007 kl. 02:13
birkbeck logo

Ég var í viðtali við skorarformann sagnfræðideildar Birkbeck College við University of London í dag -- en þangað hef ég íhugað að fara næsta haust. Fyrir þá sem ekki hafa frétt það, þá ætla ég að yfirgefa hreina rökgreiningarheimspeki og skipta yfir í hugmyndasögu.

Birkbeck þykir mjög góður bæði í heimspeki -- er rankaður hærra en King's og LSE í rökgreiningarheimspeki á Philosophical Gourmet -- og sagnfræði -- náið samstarf við Institute of Historical Research, sem er beint á móti aðalbyggingu Birkbeck. Þykir afar líklegt að ég taki Masters gráðu í sagnfræði þarna næsta haust.

Þess má geta að Eric Hobsbawm er rektorinn í Birkbeck...


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Guðmundur D. H. | 30.1.2007 kl. 21:40
Guðmundur D. H.

Hví, ó, hví, Sveinbjörn?

Sveinbjörn | 30.1.2007 kl. 21:45
Sveinbjörn

Hví hvað? Meinarðu hví er ég að hætta í vísindaheimspeki?