11.1.2007 kl. 21:00

Einn af (ó)kostunum við það að búa hérna í Englandi er að ég hef meiri tíma milli handanna heldur en áður, sökum þess að félagslíf mitt er dræmara. Fyrir vikið hef ég tekið upp á nýjum hobbíum -- til að byrja með hef ég verið að læra á harmónikkuna blessuðu, og núna er ég að reyna fyrir mér í eldamennsku, eitthvað sem mér hefur alltaf tekist að forðast hingað til. Síðustu önn át ég iðulega annað hvort á veitingastöðum af ýmsum toga, eða hitaði mér örbylgjumat, en undanfarin tvö kvöld hef ég eldað ofan í sjálfan mig með góðum árangri -- steiktar risarækjur, og síðan steiktan fisk með hrísgrjónum o.fl.

Þar sem ég er nörd mikill, hef ég rökgreint eldamennsku út frá hagfræðilegum sjónarmiðum og komist að eftifarandi:

Kostir: Ódýrara, þarf ekki að fara út úr húsi, (stundum) betri matur

Ókostir: Tíminn sem tekur að elda, uppvask, hættan á að skemma matinn.

Byggt á núverandi færni minni í eldamennsku (þ.e.a.s. grænmetisskurði, hrísgrjónasuðu, pönnusteikingum og almennri skipulagshæfni) fæ ég það út að frítími minn þarf að vera u.þ.b. 5 punda virði per klst. til þess að það borgi sig fyrir mig að elda. Hvernig fæ ég það út?

Það tekur mig rúma klukkustund að elda sæmilega fjölbreytta og ásættanlega máltíð, háma hana í mig og ganga frá eftir mig. Máltíð með sæmilegum hráefnum (þ.e.a.s. einhverju prótínríku eins og kjöti, fiski, rækjum etc.) krefst u.þ.b. 4-5 punda í efniskostnað.

Máltíð á veitingahúsi (t.d. súsjístaðnum MoshiMoshi) kostar 10 pund eða svo, og notar upp 15 mínútur af tíma mínum, ef ég er í flýti.

Út fæ ég eftirfarandi formúlu: það borgar sig einungis fyrir mig að elda ef klukkutími af lífi mínu á gefinni kvöldstundu er mér ekki 5 punda virði.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Brynjar | 11.1.2007 kl. 21:27
Brynjar

mv. að klukkutíminn í lífi þínu sé 5 punda virði, þá met ég líf þitt mv. að þú lifir til amk. sjötugs á rúmlega 3 milljónir punda eða uþb. 430 íslenskar millur.

Það er hægt að kaupa nokkra sushi veitingastaði fyrir 430 millur.

Sveinbjörn | 11.1.2007 kl. 21:32
Sveinbjörn

Hmm...ég hlýt þá að vera ódýrari en aðrir. Einhverjir bandarískir hagfræðingar gerðu útreikninga á virði eins mannslífs miðað við ákvarðanatökur borgarskipuleggjenda í bandarískum borgum í uppsetningu umferðarljósa. Mig minnir að þeir hafi fengið út um 10 milljón dollara, eða 700 milljónir ISK.

Brynjar | 11.1.2007 kl. 22:11
Brynjar

þú gætir hækkað verðið með því að elda oftar fjölbreyttari mat og öðlast þannig reynslu á við heimsklassakokk sem eldar bara ofaní úrkynjaða miljarðamæringa. Þá gætirðu hæglega verið að spara þúsund pund per máltíð sem þú eldar sjálfur.

Sveinbjörn | 11.1.2007 kl. 22:18
Sveinbjörn

Hehehe...now there's a thought

Níels | 11.1.2007 kl. 22:23
Níels

Tókstu afganga daginn eftir með í dæmið, og þá staðreynd að smátt og smátt byggirðu þér upp hráefnalager?

Sveinbjörn | 11.1.2007 kl. 22:29
Sveinbjörn

Hmm....

Reyndar hugleiddi ég það, en aðalkostnaður máltíðarinnar er ekki kryddið og grjónin og það, heldur stöff sem geymist ekki t.d. kjöt og fiskur, etc.

Afgangar daginn eftir er verðug pæling...en það hafa ekki verið neinir afgangar hjá mér hingað til.

Dagur | 23.1.2007 kl. 18:59
Dagur

Ég er með einn mjög ódýran, mjög fljótlegan og mjög auðveldan rétt sem ég kalla Dagsverð því það er rétturinn minn:

Dagsverður
Sýður spaghetti
Opnar túnfiskdós
Setur spaghettíið og túnfiskinn á disk
Hellir olíu yfir
Bætir grænum ólívum á diskinn
Hrærir saman
Borðar