Nú hef ég loksins tíma til þess að setja inn færslu á þessa síðu. Ég er enn að vinna úr þessum 400 eða svo myndum sem við tókum á Ítalíu og mun skella helling af þeim inn á myndasíðuna bráðlega, en þangað til er hér smá forskot á sæluna:

Italia 1

Útsýnið yfir Flórens úr 1-stjörnu hótelherberginu okkar


Italia 2

Undir styttunni af Leonardo da Vinci hjá Uffizi


Italia 2

Okkar heittelskaða axlasnauða Venus, inni á Uffizi safninu


Italia 2

Ég að sýna lærimeistara mínum Machiavelli þá lotningu sem honum ber


Italia 2

Allir fullir að fagna fæðingardegi mínum (og síðan auðvitað áramótunum líka)


Italia 2

Við kanala fögru Feneyja


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 8.1.2007 kl. 17:02
Sindri

Ég sé að það hefur verið voða gaman hjá ykkur. Varstu á einhverju subbulegu hótelherbergi? 1 stjarna er nú ekki mikið. Þegar ég ferðast þá sætti ég mig ekki við minna en 4 stjörnur. Það er algert lágmark.

Hildur Árna | 8.1.2007 kl. 17:49
Hildur Árna

Velkominn "heim" og til hamingju með afmælið!!! Skemmtiru þér ekki vel á Ítalíu? Hildur

Siggi | 8.1.2007 kl. 22:00
Siggi

Góð myndin af Adobe Illustrator gelluni :)

Sveinbjörn | 9.1.2007 kl. 00:44
Sveinbjörn

Tær snilld á Ítalíu -- hótelherbergið alls ekki svo slæmt, oft sætt mig við verra, og útsýnið brilliant.