6.12.2006 kl. 04:40

Ég var að uppgötva snilldarhöfund -- hugmyndasagnfræðinginn Isaiah Berlin. Ég hafði áður lesið greinina Two Concepts of Liberty í BA náminu mínu við HÍ -- en síðan pantaði ég um daginn nokkrar bækur eftir karlinn. Er núna að lesa Freedom and its Betrayal, en þar fjallar Berlin um hugmyndir Helvetíusar, Rousseaus, Fichtes, Hegels o.fl. um mannlegt frelsi, og meinta skaðsemi þeirra.