3.12.2006 kl. 17:44

Ítalski vinur okkar hann Hjalti sendi mér tölvupóst og bað mig um lag fyrir stuttu. Ég hef ekki orðið að beiðni hans enn, né haft fyrir því að læra að spila umrætt lag. Til þess að bæta upp fyrir þessa svívirðingu býð ég því upp á napólíska tarantellu honum til uppbótar.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hjalti | 4.12.2006 kl. 20:23
Hjalti

Sérdeilis fallegt, Sveinbjörn.

Arnaldur | 5.12.2006 kl. 16:55
Arnaldur

Ég er svakalega ósáttur við þetta skrípi sem að þú birtir og á að heita mynd af mér. Gerðu eitthvað í þessu. Þessi gamla var fín - eða þessi sem ég er sjálfur með eða bara e-ð.

Hjalti | 5.12.2006 kl. 22:34
Hjalti

Já, ég vil líka fá nýja mynd...þessi er afleit.

Sindri | 6.12.2006 kl. 02:42
Sindri

Mynd, þið biðjið um mynd. Eru menn fastir í viðjum hégómans?

En annars þá verð ég reyndar að vera sammála, þetta eru afleitar myndir. Arnaldur lítur út eins og hann hafi verið á djamminu í þrjá daga samfleytt og er enn í leit að eftirpartýi...

Svo ég gerist nú dálítið tilgerðarlegur vitna ég í Nietzsche sem eitt sinn sagði:

"Vanity is the fear of appearing original: it is thus a lack of pride, but not necessarily a lack of originality."

Nei ég hætti núna, allt í gríni sagt. Ég er farinn að sofa.

Sveinbjörn | 6.12.2006 kl. 03:41
Sveinbjörn

Þú gleymir því, Sindri, að Arnaldur er *alltaf* búinn að vera á djamminu í þrjá daga samfleytt og í leit að eftirpartýi. Hann er því einungis að biðja um að ég fegri PR ímynd sína.

Sveinbjörn | 6.12.2006 kl. 03:43
Sveinbjörn

Hérna eru komnar nýjar myndir af ykkur kumpánum. Þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

Arnaldur | 6.12.2006 kl. 05:36
Arnaldur

Þetta er allt annað. Þarna lít ég út eins og ég hafi bara verið á djamminu í tvo daga, og sé að leita mér að heilsteiktum grís til að rífa í mig...

Sveinbjörn | 6.12.2006 kl. 06:18
Sveinbjörn

Uss, hvað er þetta, Naldó. Þú ættir að vera ánægður með þessar fínu myndir af þér í stað þess að væla. You know how irresistable you are with those handlebars ;)

Hjalti | 6.12.2006 kl. 23:03
Hjalti

Ég er hæstánægður. Held ég byrji bara að kommenta oftar hjá þér Sveinbjörn til að halda uppá nýju myndina.