29.11.2006 kl. 20:37

Það er sem stendur baráttuvika gegn kynsjúkdómum við University of London. Þeir eru að dreifa alls konar áróðri, þ.á.m. eftirfarandi coasters:

gonorrhoea

Mér finnst afskaplega skrítið að þeir skuli gera Gonorrhoea að eyju. Ég hef alltaf tengt kynsjúkdóma við meginlandið -- t.d. Frakkland...


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nanna | 29.11.2006 kl. 22:05
Nanna

Frá Wikipedia:

"Gonorrhoea spreads during sexual intercourse, whereby the infective partner does not need to be human."

Kannski þess vegna sem þetta tengist eyju...

Dagur | 30.11.2006 kl. 15:52
Dagur

Ef þú teiknar meginland, og teiknar það allt, mun þá ekki vera haf í kringum það? (Ég er svo mikill fyrsta árs heimspekinemi)

Aðalsteinn | 30.11.2006 kl. 16:29
Aðalsteinn

Einu sinni sagði einn ágætur Spánverji mér eftirfarandi brandara:

Maður nokkur kom á hóruhús og bað um að fá að hitta hana Kristínu, hverrar þjónustu hann var naut jafnan.
Maddaman sagði þá: Því miður, hún er með Gonorrhoea.
En hann svaraði: jæja, láttu mig vita þegar hún er búinn með Baskann.

Aðalsteinn | 30.11.2006 kl. 16:30
Aðalsteinn

búin

Sveinbjörn | 30.11.2006 kl. 18:26
Sveinbjörn

Hehehe...

Speaking of which, þá er einn Baski með mér í náminu -- og enski hreimur þessa fólks er rosalegur -- eins og að spila stacatto á píanó.

Sveinbjörn | 30.11.2006 kl. 20:37
Sveinbjörn

Hugtakið meginland / álfa er sennilega "vague concept" -- og hvort e-r landmassi teljist álfa er sennilega háð sögulegum þáttum og e-i ótiltekinni stærðargráður frekar heldur en að skilgreiningin á eyju sé "landmassi umkringdur vatni"

;)

Arnaldur | 5.12.2006 kl. 16:53
Arnaldur

Þú ert svo mikill besservisser Sveinbjörn...
Ég ætla samt að vera með BV-tendens, og benda á að continent er komið úr latínu: terra continens og kveður á um landflæmi. Ég get ekki betur séð en að um landflæmi sé að ræða á þessari Lekandi eyju.
Þarna eru fjöll og firnindi. Kannski að maður fari að huga að útferð.

Sveinbjörn | 6.12.2006 kl. 03:49
Sveinbjörn

Orðsifjafræðilegur uppruni orðsins "continent" hefur ekki nauðsynlegan neitt að gera með hvernig orðið er skilið í dag. Það myndi t.a.m. ekki nokkur heilvita enskumælandi maður kalla Ísland "continent".

Annars er ég auðvitað holdgerð orðabókaskilgreining á besservisser, Naldó. Ég hélt að það væri öllum ljóst.