20.11.2006 kl. 21:20

Fyrir ekki svo löngu síðan breytti ég myndinni í vinstra horninu á síðunni úr fjaðurpenna og blekbyttu yfir fuglinn sem nú sést.

Ég spyr: Hvers konar fugl er þetta, hvað er afbrigðilegt við hann, og hvernig tengist hann mér og mínu námi?

Annars vil ég stinga upp á því að orðið blekbytta verði tekið upp sem orð yfir fólk sem drekkur sig alltaf í blackout (You know who you are, you lot!). Að verða "blekaður" sem frasi yfir að verða mjög fullur er þegar til, sem og orðið "bytta". Þ.a.l. "blekbytta".


27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 21.11.2006 kl. 00:24
Steinn

Það er aðdáunarvert, Sveinbjörn minn, að þú skulir viðurkenna það, þó óbeint, að þú eigir við drykkjuvandamál að stríða.

Arnaldur | 21.11.2006 kl. 00:42
Arnaldur

Þetta er hrafn. Hann er hvítur, og þeir eru sjaldséðir eins og þú út af námi þínu.

eða

Þetta er dúfa, hún er albínói og þú ert næstum albínói og heimspeki er svona birdbrain-fag?

Sveinbjörn | 21.11.2006 kl. 01:15
Sveinbjörn

Rétt, þetta er hrafn og hann er hvítur. Og að þeir séu sjaldséðir er vissulega rétt, en það er ekki þess vegna sem þeir tengjast mér og mínu námi.

Grímur | 21.11.2006 kl. 09:49
Grímur

Ég hef á tilfinningunni að þetta hafi eitthvað með Hempel að gera...

Doddi | 21.11.2006 kl. 11:16
Doddi

Ég minnist þess að þú hafir einhvern tímann skrifað eitthvað um svarta og hvíta hrafna.

Allir hrafnar eru svartir.
Ekki allir hrafnar eru svartir.
Þessi er svartur/hvítur.

Einhvern veginn svona.

Þetta var amk eitthvað um alhæfingar og/eða fullyrðingar, sem tengist náttúrulega þínu námi.

(Hope this makes sense).

Grímur | 21.11.2006 kl. 11:18
Grímur

...af því eins og við öll vitum er Sveinbjörn í framhaldsnámi í alhæfingum. :)

Brynjar | 21.11.2006 kl. 14:40
Brynjar

Þetta tengist rökfræði, nánar tiltekið er þetta ekki einn af hröfnunum hans Hempels því þeir eru allir svartir og allt sem er ekki svart er ekki hrafn, nema í því tilviki að þessi mynd sé eini hrafninn sem ég hef nokkurntíman séð, þá er staðhæfingin "allir hrafnar eru ekki svartir" mun líklegri skv. mínum athugunum en þvælan sem herra Hempel lætur út úr sér.

Sveinbjörn | 21.11.2006 kl. 16:50
Sveinbjörn

Ég hafði einmitt dæmi Hempels í huga. Annars er alhæfingin "Allir hrafnar eru svartir" klassískt dæmi í vísindaheimspeki, og því viðeigandi að hér sé hvítur hrafn ;).

En Grímur, það mætti að vissu leyti segja að ég sé a.m.k. að hluta til í framhaldsnámi í alhæfingum, þar sem ég er um þessar mundir að fást við náttúrulögmál, og hvort þau séu nauðsynlegar alhæfingar á forminu:

(x) (Fx --> Gx)

eða nauðsynleg vensl eiginleika:

(x) (F-ness --> G-ness)

Já, þessi heimspeki. Hún er gagnleg.

Sveinbjörn | 21.11.2006 kl. 17:18
Sveinbjörn

Og hey, Bé, ekki dirfast að dissa Hempel. Hann rúlar.

Binni | 21.11.2006 kl. 18:07
Binni

ég var nú bara að hypothetically að dissa Hempel í hliðstæðum raunveruleika þar sem ég hefði aldrei séð svarta hrafna, en auðvitað kann ég vel að meta þessar fljúgandi svörtu hræætur sem og alla þjóðverja sem spá í þeim :p

Sveinbjörn | 22.11.2006 kl. 01:18
Sveinbjörn

Grímur, ertu á Windows vél?

Sindri | 22.11.2006 kl. 08:54
Sindri

Á ég að trúa því að Grímur hafi gerst sekur um slíkan glæp?

Grímur | 22.11.2006 kl. 09:06
Grímur

Ég er í vinnunni :)

En engar áhyggjur, öll raunveruleg vinna fer fram á miðlægum linux vélum, það eru bara vinnustöðvarnar sem þeim finnst einhverra hluta vegna auðveldara að sjá um ef þær eru allar með Windows...

Sveinbjörn | 22.11.2006 kl. 17:35
Sveinbjörn

Hmmm.....týpískt. Annars er gott að lesa að þú notar vinnudaginn í að skoða vefsíðuna mína. Það er uppbyggilegt ;)

Sveinbjörn | 22.11.2006 kl. 18:12
Sveinbjörn

Vil taka það fram að ég er ekki svo mikill nörd að ég lesi Apache server loggið -- Mentat birtir user agent, ip tölu og land hvers einasta aðila sem commentar, að því gefnu að maður er logged in.

Grímur | 23.11.2006 kl. 13:43
Grímur

Ég hélt þetta væri svona dæmi með að þig vantaði e-a létta lesningu á kvöldin... Sá þig fyrir mér sitjandi uppi í rúmi með blaðsíðu eftir blaðsíðu af útprentuðum Apache loggum... Sehr kósí...

Sveinbjörn | 23.11.2006 kl. 13:51
Sveinbjörn

Smá sample af því sem ég sé þegar ég skoða commentin:

mentat user agent display

Og mig vantar svosem ekkert meira af léttu lesefni fyrir ljúfu kvöldstundirnar. Ég hef Ptolemeus, Aristóteles og Hempel til þess að hugga mig í svefn ;)

Halldór Eldjárn | 23.11.2006 kl. 16:05
Halldór Eldjárn

Akkurju getur þú gert IMG tög í commentum en við ekki???

Btw, uppercase HTML er töff.

Sveinbjörn | 23.11.2006 kl. 20:55
Sveinbjörn

Maður getur gert það HTML í commentum sem maður vill ef maður er logged in í Mentat.

HTML inputtið hjá almennum gesti er takmarkað af öryggisástæðum og út af þeirri staðreynd að það væri hægt að nota það til þess að fokka upp síðunni.

Og nei, Halldór, uppercase HTML er ekki töff -- það er gamaldags og retró á mjög hallærislegan og incompetent hátt.

Arnaldur | 24.11.2006 kl. 15:44
Arnaldur

Ég vil benda á að það eru til dozens af hvítum hröfnum, sem fæðast sem albínóar. Put that in your pipe and smoke it, Hempel. Þeir eru reyndar ekki mjög lífvænlegir, en hvítir engu að síður.

Og einnig, uppercase HTML er ljótt, pirrandi og asnalegt Halldór. Hættu að nota það. Enga vitleysu.

Sveinbjörn | 24.11.2006 kl. 17:21
Sveinbjörn

Hehehe...

Auðvitað er dæmi Hempels auðvitað bara nákvæmlega það -- dæmi um hýpótesu. Sannleiksgildi hennar skiptir engu máli.

Hugi | 24.11.2006 kl. 19:31
Hugi

Langaði bara að skjóta inn... Þaðan sem ég kem er Hempel skipamálning.

Ekki láta mig trufla allar gáfulegu umræðurnar, annars.

Sveinbjörn | 24.11.2006 kl. 21:02
Sveinbjörn

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, Hugi ;)

Halldór Eldjárn | 25.11.2006 kl. 18:41
Halldór Eldjárn

Ég var að hrósa uppercase html-i baara til að stríða Sveinbirni. Það voru eitt sinn dagar þegar hann notaði alltaf uppercase, en ég, hef aldrei gert slíkt :D

Halldór Eldjárn | 25.11.2006 kl. 18:42
Halldór Eldjárn

fucked, eh?

Sveinbjörn | 25.11.2006 kl. 18:56
Sveinbjörn

Uppercase HTML var standard í gamla daga, Halldór, áður en þú vissir hvað HTML var. Síðan komu nýjir staðlar. Ef þú skoðar t.a.m. http://www.oreilly.com/openbook/cgi/ch04_01.html">þessa gömlu kennslubók í CGI forritun, þá sérðu að öll dæmin nota uppercase HTML. Ég lærði HTML og byrjaði að smíða vefsíður þegar uppercase HTML var standard og breytti ekki þeim sið fyrr en um 2002 eða svo, þegar ég vann hjá Vefsýn og var bent á þetta af http://sigurdur.sytes.net">Sigga sem ég vann með.

Dagur | 26.11.2006 kl. 15:15
Dagur

Þú getur ekkert afsakað þetta Sveinbjörn. Viðurkenndu það bara. Þú ert uppercase html hóra!