Jóhann Gútenberg fann upp prentvélina árið 1440, og þessi nytsama uppfinning fann sér síðan leið til Bretlandseyja í lok 15. aldar. Tæplega 600 árum síðar hefur hins vegar önnur gagnleg uppfinning, þröskuldurinn, enn ekki fundið sér leið hingað til lands.

throskuldur

Og ég sem vonaðist til þess að nýuppgert húsnæði í Lundúnum myndi nýta sér þessa hátækninýjung.

Bæði kuldi og hávaði berst inn og út úr herberginu mínu án þess að ég geti gert nokkuð í því. Bretar kunna ekki að byggja hús.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 7.11.2006 kl. 18:24
Sindri

Haha, geturðu ekki bara troðið handklæði eða einhverju drasli þarna undir?

Dagga | 7.11.2006 kl. 19:58
Dagga

Ég held að Bretar séu frekar svona, tja, meðvitaðir um hjólastóla og sjitt. En samt sýnist mér þessi hurð þín ekkert sérlega sver, þannig að ég er bit.

Ert þú samt ekki maður í að kaupa þér flug bráðum fyrir áramótin? Þú getur valið á milli þess að fara með mér á Bologna flugvöll með BA, Aðalsteini beint til Flórens með einhverju Meridiana dæmi, eða þá einn til Forli með Ryanair. Flókið sjitt. Myndi fara svona að huga að þessu þegar allt er að fyllast..

Sveinbjörn | 7.11.2006 kl. 21:41
Sveinbjörn

Heyrðu, jú, Dagga. Ég þarf að drífa mig að kaupa miða...ég myndi auðvitað helst vilja fljúga með ykkur, en ég þarf auðvitað ekki miða til baka til Íslands.

Steinn | 8.11.2006 kl. 00:13
Steinn

Ég held að tjallinn hafi jafn vel byggt spítalana á Íslandi. Allaveganna eru engir þröskuldar á Landspítalanum í Fossvogi.

Dagur | 8.11.2006 kl. 14:17
Dagur

Er það ekki einhver sjúkrarúmspæling?

Gunni | 8.11.2006 kl. 16:23
Gunni

Perhaps you can barter technology with the primitive inhabitants of this world. They may retain ancient techniques lost to us, and our thresholds may prove invaluable to their progress as a race.

Sorrí, ég er búinn að vera að horfa á Stargate SG1 svo gott sem non stop í tvo daga ;)

Arnaldur | 9.11.2006 kl. 12:53
Arnaldur

Það er nú gott að kuldinn og hávaðinn berst líka út um þessa glufu.