6.11.2006 kl. 21:54

Ég ætla að vera með smá quiz hérna á síðunni, ekki ólíkan þeim sem Herr Ubermensch hefur haft gegnum tíðina. Hins vegar mun mínum quiz vera háttað eilítið öðruvísi. Ég mun spila eitthvert lag (illa) á harmóníkunni minni, og stig hlotnast þeim sem fyrstur er að geta sér réttilega til um hvaða lag er spilað þarna. Ekki er ávallt nauðsynlegt að tilgreina tónskáldið (því í sumum tilfellum mun ég ekki vita það sjálfur), en menn verða alla vega að geta tilgreint lagið sjálft, eða hvar lagið er að finna. Right ho, best að byrja. Hérna kemur fyrsta lagið:

Lag Númer 1

Það er þess virði að minnast á að heiti eða höfund lagsins er ekki hægt að finna í ID3 tagginu.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hjalti | 6.11.2006 kl. 23:12
Hjalti

Vals úr Jazz-svítu nr. 2 (6. kaflinn). Höfundur: Shostakovich.

Sindri | 6.11.2006 kl. 23:50
Sindri

Þetta var easy...ég var líka að hlusta á þetta lag fyrir tveimur dögum síðan.

Sindri | 6.11.2006 kl. 23:51
Sindri

Hvað kom annars fyrir heimasíðuna mína. Hún er dauð.

Sveinbjörn | 6.11.2006 kl. 23:53
Sveinbjörn

Og það er rétt, Hjalti :)

Þú þarft að endurnýja lénið ubermensch.sytes.net, láta það vísa á IP tölu 85.197.203.110

Sindri | 7.11.2006 kl. 00:07
Sindri

Nú..það er svo stutt síðan ég gerði það.