1.11.2006 kl. 22:36

Ég las í tabloid blaði hérna í Bretlandi að Íslendingar væru búnir að veiða fimm hvali. Ég sleikti út um og hugsaði með girnd um blóðuga hvalsteik.


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 1.11.2006 kl. 23:29
Halldór Eldjárn

Ahhh. Vorum að fá alveg sko fullt af hvalkjöti í frystinn hér heima. Við höfum sambönd.

Annars þykir mér hvalkjöt algjör sori, og djöfull í matarmynd

Strumpurinn | 2.11.2006 kl. 02:43
Strumpurinn

Ég held að það sé búið að veiða hvali númer sex og sjö líka.

Annars verða þeir bráðlega búnir að veiða þessa níu hvali af tuttuguogeitthvaðþúsund. Ef að þessar veiðar eiga að minnka eitthvað ágang hvala á fiskistofna við landið þá hafa þessir níu verið skrambi gráðugir.

Kveðjur :)

Grímur | 2.11.2006 kl. 12:46
Grímur

Jájá, það er bara vitleysa að vera að fela sig bak við e-r "já-en-þeir-eru-svo-gráðugir" rök. Við eigum bara að stíga fram fyrir skjöldu, berja okkur á brjóst og segja...

"Hvalkjöt! Namm!"

(Þess ber reyndar að geta að ég minnist þess að hafa heyrt af bol fyrir þónokkrum árum síðan þar sem lýst var yfir stuðningi við hvalveiðar. Á hann var letrað: Intelligent people eat intelligent food. Það þótti mér fyndið.)

Arnaldur | 2.11.2006 kl. 13:08
Arnaldur

Intelligent people eat intelligent food. Helvíti gott. Mig langar í svona bol. En já ég hef nú bara smakkað hrefnu og þykir hún ágæt. Hefur einhver étið langreyð og man eftir því?

Sveinbjorn | 2.11.2006 kl. 13:22
Sveinbjorn

Hahahahaha!!!

"Intelligent people eat intelligent food"

Eg verd ad eignast svona bol, thetta er audvitad argasta snilld.

Annars er eg hjartanlega sammala ther, Grimur, um ad thetta vael um ad vernda fiskistofnana er bullshit -- we gotta say it like it is...

Brynjar | 2.11.2006 kl. 17:59
Brynjar

Ég þykist hafa étið svona langreyði einhverntíman á þorrum bernsku minnar, þá súrsaða eftir öllum kúnstnarinnar reglum.

Annars hef ég lítin áhuga á því að éta svona sextíu ára kvikindi sem eru búin að safna í sig þungmálmum úr hafinu alla ævi.

Þessir hvalir sem er verið að veiða núna eru líklega svipað gamlir alþjóða hvalveiðiráðið, þannig að hvalveiðibannið var bara smá breik fyrir þeim :p

Hrefnur hinsvegar verða ekkert svona gamlar og ættu því að vera talsvert minna mengaðar. Persónulega mæli ég með því að sneiða þær þunnt og snöggsteikja með sítrónupipar, herramannsmatur þar á ferð ;)

Siggi | 2.11.2006 kl. 23:01
Siggi

Ég held ég hlusti bara á lagið:"Starving In The Belly Of The Whale" af gefnu tilefni :)

Sveinbjörn | 2.11.2006 kl. 23:48
Sveinbjörn

Hahaha, já það er snilldarlag af Blood Money. Lengi lifi Meistarinn.

Gunni | 3.11.2006 kl. 03:28
Gunni

Það er rétt að þetta hefur engin áhrif á stofninn og þarmeð engin áhrif á ágengd í fiskstofna, fáránleg rök þar á ferðinni.

Hins vegar finnst mér frekar asnalegt að vera að auka veiðar á vöru sem er nú þegar verið að handa því hún hrannast upp í frystigeymslum. Það sem var veitt árið 2003 kláraðist í byrjun árs 2006.

Þar sem það er ekki neinn rekstrargrundvöllur fyrir þessu og enginn markaður spyr ég einfaldlega: erum við að borga þetta ævintýri úr eigin vasa? Hvaðan kemur peningurinn og afhverju ætti nokkur heilvita maður að borga fyrir það að hala kjöt upp úr sjónum og henda því eftir þriggja ára frystingu?

Sveinbjörn | 3.11.2006 kl. 04:41
Sveinbjörn

As long as the whale meat flows, I'm happy ;)

"The Whale must flow!"

"Whoever controls the Whale, controls the Universe!"

"At this time, the most precious substance in the Universe is the Whale. The Whale brings vision. The Whale expands consciousness. The Whale is vital to space travel. The Spacing Guild and its navigators use the Whale to fold space..."

Jájá, ég held að þetta sé orðið ágætt.

Doddi | 3.11.2006 kl. 12:31
Doddi

Þess má geta að ég er búinn að panta mér asskickin' Intelligent food for intelligent people"-bol.

Dagur | 3.11.2006 kl. 15:55
Dagur

Ég ætla að taka upp hanskann fyrir hvalina. Megi þeir lengi lifa. Algjör helvítis græðgi og villimennska að vera að þessu, sérstaklega þegar það er í óþökk alþjóðasamfélagsins. Hvað segjum við um þjóðir sem gera hluti í óþökk alþjóðasamfélagsins, eins og t.d. Bandaríkjamenn? Og mér finnst þetta "intelligent food for intelligent people" algjör viðbjóður.

Sveinbjörn | 3.11.2006 kl. 16:12
Sveinbjörn

Mótmælin gegn hvalveiðum eru byggð á sentimental væli í samtökum eins og Greenpeace. Hvalir eru beljur hafsins og ef við étum nautakjöt, hví ekki hvalkjöt? ;)

Dagur | 3.11.2006 kl. 19:19
Dagur

Það er alveg rétt að ef það er rangt að borða hvalkjöt þá er líka rangt að borða nautakjöt. Það er hins vegar mjög óraunsætt að fara að berjast gegn nautakjötsáti, það er ekki að fara breytast. En ímyndaðu þér að þú værir að reyna að sannfæra morðingja um að drepa þig ekki, en hann segði "jah, ég drap manninn við hliðina á þér svo ég sé ekki af hverju ég ætti ekki að drepa þig".

Siggi | 3.11.2006 kl. 19:25
Siggi

Já, ég veit ekki. Hver borðar hval í dag?
Það á víst ekki að ganga vel að selja Japönunum þetta.

Sjálfum er mér slétt sama um þessa hvali, en erum við að fórna því littla mannorði sem Ísland á fyrir nokkra heimska hvali?

Verður hvalurinn "írak" íslands, og hvað er langt í að einhverjir extreme-greenpeace-hriðjuverkamenn láta sjá sig og bomba flotann? :)

Sveinbjörn | 3.11.2006 kl. 20:35
Sveinbjörn

En sjáðu til, Dagur, ég er ekki mótfallinn nautakjötsáti, ergó þá er ég ekki mótfallinn hvalkjötsáti. Eins og ég segi, þetta eru beljur hafsins. Ég skil siðferðislegan punkt þeirra sem ekki éta kjöt -- hins vegar þá er ég ekki tilbúinn til þess að hætta því.

Hvað varðar mannorð Íslands, þá vil ég svo sannarlega ekki að það sé að við hættum að gera það sem við viljum bara vegna þess að einhverjir Greenpeace öfgamenn mótmæla. Þetta Greenpeace lið er illa upplýst og þar að auki hræsnarar. Hrefnustofninn er ekki í neinni útrýmingarhættu, á meðan það er fullt af dýrum sem eru það, en hafa ekki sama "emo-appeal" og hvalir eða selir.

Dagur | 3.11.2006 kl. 21:55
Dagur

Það eru ekkert bara "einhverjir Greenpeace öfgamenn" að mótmæla. Það eru ríkisstjórnir margra landa og fullt af samtökum. Æi, gleymdu þessu. Berjum okkur á brjóst og étum hvalkjöt. ÞAÐ ER KOMINN SAUTJÁNDI JÚNÍ!

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girðir sær
og gumar girnast mær,
gljáir sól á hlíð.
Eldgamla Ísafold
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð.
Ágætust auðnan þér
upp lyfti biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.