31.10.2006 kl. 01:20

Núna í sumar ræddi ég stuttlega við hann Helga kerfisstjóra hjá FRISK um muninn á theory og hypothesis. Hann vildi meina að munurinn lægi í því að theory, þ.e.a.s. kenning, hefði heilmikið á gögnum bak við sig, á meðan hypothesis, þ.e.a.s. tilgáta, væri miklu meira bráðabirgðartilvik se. Ég féllst ekki beinlínis á þetta hjá honum, og vildi meina að strangt til tekið væri enginn röklegur munur á þessum tveimur hugtökum, þótt að orðin væru notuð á mismunandi hátt í mismunandi tilvikum. Nú var ég að rekast á smá textabút eftir "that whack MC, Stephen Hawking", sem orðar það sem ég meinti töluvert betur en mér tokst að gera þá:

[...] any [...] theory is always provisional, in the sense that it is only a hypothesis; you can never prove it.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 31.10.2006 kl. 11:29
Arnaldur

"But fundamentally an organism has conscious mental states if and only if there is something that it is like to be that organism - something it is like for the organism." - Thomas Nagel , "What is it like to be a bat? "


--Ég skil þetta ekki... útskýra vinsamlegast.
(tekið úr random quote glugganum þínum neðst á síðunni.)

Sveinbjörn | 31.10.2006 kl. 16:32
Sveinbjörn

Þessi tilvitnun í hugspekinginn Nagel er tekin úr samhengi, en þú hlýtur að skilja megin pointið: Ef einhver lífvera á að kallast meðvituð, þá hlýtur hún að hafa einhvers konar upplifanir -- þ.e.a.s. það eru einhverjar upplifanir sem einkenna það að vera lífveran.

Dagur | 31.10.2006 kl. 18:39
Dagur

Í vísindum skilst mér að það sé heilmikill munur á þessum orðum. Það þarf frekar mikið til að tilgáta verði kölluð kenning, ég held að það þurfi allt að því sönnun. Svo kenning í vísindum er í raun ekki kenning eins og í daglegu tali. En þú ert líklega einmitt að tala um þessi orð í daglegu tali.

Mér finnst einhvern veginn eins og kenning þurfi að vera einhver meiri pæling heldur en margt sem maður kallar tilgátu. Ef maður t.d. getur sér til um að mótherji manns haldi á hvíta peðinu í vinstri hendi í upphafi tafls myndi maður varla tala um að maður hefði kenningu um það, þó maður hafi tilgátu. Þannig að það mætti kannski segja að allar kenningar séu tilgátur, en að ekki séu allar tilgátur kenningar.

Sveinbjörn | 31.10.2006 kl. 22:16
Sveinbjörn

Þetta er í grófum dráttum rétt hjá þér, Dagur.