21.10.2006 kl. 05:58

Ég var að fatta að mér dettur ekki í hug ein einasta manneskja sem var bæði trúuð og gáfuð frá og með upphafi 19du aldar, ef undanskildir eru Immanuel Kant og William James.


17 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hjalti | 21.10.2006 kl. 16:01
Hjalti

Hvað með T.S. Eliot?

Sveinbjörn | 21.10.2006 kl. 17:13
Sveinbjörn

Ef marka má ævisögu Orwells sem ég var að lesa fyrir skömmu, þá var T. S. Eliot algjör wanker -- fannst Orwell vera talentless. Me is not mucho impressed.

Sveinbjörn | 21.10.2006 kl. 17:13
Sveinbjörn

Reyndar var Graham Greene trúaður. En maður verður auðvitað að gera greinarmun á listrænum snillingum vs. intellectual snillingum.

Aðalsteinn | 21.10.2006 kl. 19:35
Aðalsteinn

Já, fullt af trúuðum rithöfundum, Dostoyevskí t.d.

Sveinbjörn | 21.10.2006 kl. 20:49
Sveinbjörn

Ég get vel metið religious list. T.d. þá finnst mér Péturskirkjan glæsileg þótt ég fyrirlíti Kaþólsku kirkjuna. Sömuleiðis þá get ég notið þess að lesa bók með trúarlega undirtóna (t.d. Dostoyevskí). Ég var nú meira að hugsa um hugsuði frekar en skapendur.

Hjalti | 22.10.2006 kl. 12:14
Hjalti

Ja, Eliot var nú bæði rithöfundur og hugsuður. Nýrýnin (New Criticism) hefði aldrei orðið til nema vegna hans. Hann skrifaði líka slatta af bókum um breska menningu og möguleika hennar: After Strange Gods, Notes Towards the Definition of Culture, The Idea of Christian Society...

Auk þess má náttúrlega nefna allt sem hann skrifaði um skáldskap annarra. En til þess að samþykkja það verður auðvitað að byrja á þeirri forsendu að bókmenntafræði og önnur skrif um listir eigi rétt á sér sem fræðigreinar. Ég er því miður hræddur um að 1-2 af þeim sem eru búnir að kommenta við þessa færslu séu ekki alltaf tilbúnir til þess að taka undir það.

Annars fíla ég bæði Goethe og Franz Schubert, hvorn á sinn hátt, þótt Goethe hafi fundist Schubert algjörlega hæfileikalaus hálfviti.

Gunni | 23.10.2006 kl. 00:39
Gunni

Adolf Hitler.

Sveinbjorn | 23.10.2006 kl. 13:35
Sveinbjorn

Hahaha, thu faerd smakoku i verdlaun, Gunni.

Sindri | 23.10.2006 kl. 14:38
Sindri

Hvernig skilgreinir þú „gáfaða“ manneskju? Há greindarvísitala, mikil og frjó sköpunargáfa, ... ? Gáfur eru margs konar.

Af orðum þínum sýnist mér þú vilja meina að sá sem hrjáist af þeirri pest sem trúin er, hafi mjög takmarkað gáfnafar? Ég get ekki fallist á það sjónarmið þó vissulega sé hægt að líta á trú sem takmarkandi eiginleika. Mjög trúaður maður hefur t.d. í sumum tilfellum ekki jafn gagnrýna hugsun og sá sem ekki trúir en það er ekki þar með sagt að hann sé ekki gáfaður. Hann gæti t.d. verið stærðfræðisnillingur, tungumálasnillingur eða bæði...

Sindri | 23.10.2006 kl. 14:42
Sindri

Til þess að vera góður hugsuður, þarf maður þá ekki að vera skapandi líka til þess að vera fær um að koma með frjóar hugmyndir?

Sveinbjörn | 24.10.2006 kl. 04:12
Sveinbjörn

Djúpar spurningar, Sindri. Ég meinti eiginlega bara heimspekinga, ef satt skal segja. Enginn góður heimspekingur, að mínu mati, hefur verið trúaður, síðan á 18du öld, ef undanskildir eru Kant og James.

Brynjar | 25.10.2006 kl. 13:31
Brynjar

... og L. Ron Hubbard

Sveinbjörn | 25.10.2006 kl. 14:30
Sveinbjörn

L. Ron Hubbard varð auðvitað ofurmenni með súpergreind og súperstyrk, eftir að honum tókst að útrýma öllum "thetans" í líkama sínum ;)

Dagur | 25.10.2006 kl. 17:56
Dagur

Hvernig voru trúarskoðanir Einsteins? Veit það einhver?

Sveinbjörn | 25.10.2006 kl. 20:25
Sveinbjörn

Hann var eins konar panþeisti, ef ég man rétt. Var ekki trúaður í ströngum skilningi, en trúði á einhvers konar afbakað dæmi eins og að "Guð væri í öllu" etc.

Brynjar | 26.10.2006 kl. 09:47
Brynjar

Á sínum efri árum sá Albert gamli þó villu síns vegar og játaðist því að guð kastaði raunverulega teningum.

Sveinbjörn | 26.10.2006 kl. 21:05
Sveinbjörn

Hehehe, right ho, ol' Bee. Death to Quantum Theory.

And by the way, Schrödinger's Cat is DEAD, I tell you!