18.10.2006 kl. 20:15

Jæja, ég er búinn að vera að fikra mig áfram með harmóníkuna og það gengur bara býsna vel miðað við að mér tókst ekki að finna nein almennileg tutorials á Internetinu mikla. Hljómborðið er auðvitað bara eins og píanó, en það er hægara sagt en gert að ná riðmanum á pumpumekanismanum og að beita þessum litlu svörtu tökkum. Hérna má heyra smá hljóðbút af mér að fikta og reyna síðan klaufalega að spila Godfather stefið. Ef ég get þetta eftir að hafa æft mig í heildina í samtals tvær klukkustundir, hversu góður verð ég þegar ég sný heim á skerið? There are great things ahead ;)

Hérna er gripurinn í nærmynd:

accordion big

7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 18.10.2006 kl. 22:06
Halldór Eldjárn

Ari fór út með gítar og kom til baka alspilandi eftir eitt ár.

Það sinnum fjórir gefur einhverja hugmynd.

Hjalti Snær Ægisson | 18.10.2006 kl. 22:31
Hjalti Snær Ægisson

Sveinbjörn, þú kemur með nikkuna til Flórens. Svo látum við þig böska niðrí bæ svo við getum kannski komist á betra hótel.

Sveinbjörn | 19.10.2006 kl. 02:15
Sveinbjörn

Hahah, ekki slæm hugmynd, það, Hjalti.

Sindri | 19.10.2006 kl. 14:24
Sindri

Hvenær datt þér í hug að kaupa þér harmonikku, Sveinbjörn?

Sveinbjörn | 19.10.2006 kl. 15:54
Sveinbjörn

Ég sá Jón vin Steina og Áróru spila á 'nikku á menningarnótt í ár, og langaði samstundis í slíkan grip. Enda snilldar hljóðfæri á alla vegu. Einföldu folk-lögin hljóma fáránlega vel á svona græju, mér líður bara eins og ég sé á götum Parísar ;)

Halldór Eldjárn | 19.10.2006 kl. 19:33
Halldór Eldjárn

Þá vantar bara alpahúfuna, laukana, mygluostinn og jú, París, svo við hellum okkur nú út í stereótýpuþenkjur.

Sveinbjörn | 20.10.2006 kl. 16:24
Sveinbjörn

Ég held að ég kenni mig við germönsku harmóníkuleikarana frekar en frullurnar.