12.10.2006 kl. 23:07
france flag

Það býr skítugur frakki í næsta herbergi. Hann er dæmigerðasta franska manneskja sem ég hef nokkru sinni hitt. Hann er grannvaxinn á svona frekar óheilbrigðan hátt. Hann er með sítt hár sem er alltaf skítugt. Hann er kaþólikki og trúir að ég sé sennilega á leiðinni til helvítis, og að páfinn sé "góður maður". Hann trúir á ástina og á kynlíf innan hjónabands. Hann telur að markmið manneskjunar sé að ná fullkomnun í augum Guðs. Hann fílar lélega tónlist frá 9da áratugnum. Hann er sífellt að éta, og étur mestmegnis mygluosta eða lauk. Fyrir vikið er hann ávallt andfúll. Hann talar ensku með dæmigerðum frönskum hreim, og byrjar aðra hverja setningu á "...een France...". Hann er að læra "Finance" við LSE.

Um daginn spurði hann mig hver steríótýpan yfir franska karlmenn væir á Íslandi. Ég svaraði: "Frenchmen are generally regarded as weak, effeminate, arrogant, hypocritical, perfume-wearing dandies that do nothing but complain.".


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 13.10.2006 kl. 00:06
Halldór Eldjárn

Og hvað með það?
Öll erum við "different" svo ég tali beint til þín ;)

Steinn | 13.10.2006 kl. 16:10
Steinn

Vá, hann hlýtur að vera geðveikt ófranskur gaur. No sex before marriage!?!? Hann á að vera kynóður tískutussa! Annars er hann ekki Frakki í mínum augum

Sveinbjörn | 13.10.2006 kl. 16:17
Sveinbjörn

Reyndar þá er hann alltaf að tala um tísku...."ze vimen vere abso-lootly marrrrveluz in zose dresses"

Sveinbjörn | 13.10.2006 kl. 16:18
Sveinbjörn

Hvað í fjandanum ertu að tala um Halldór?

Halldór Eldjárn | 13.10.2006 kl. 17:28
Halldór Eldjárn

æj, ég veit það ekki.

Sigurgeir Þór | 14.10.2006 kl. 15:04
Sigurgeir Þór

Hvað ertu að meina? Frakkar eru snillingar, enda er ég byrjaður að læra frönsku!

Sindri | 14.10.2006 kl. 15:13
Sindri

Í mínum huga hefur hinn dæmigerði frakki ávallt verið hinn svokallaði „Womanizer“ sem lifir á rauðvíni, ostum og þeim kellingum sem hann kemst upp á, klæðist gjarnan þverröndóttum hvítbláum peysum, alpahúfu og rauðum klút og heldur gjarnan á metralöngu baguette.

Sindri | 14.10.2006 kl. 15:17
Sindri

En þegar maður á annað borð kemur til Frakklands þá sér maður hinn dæmigerða Frakka, hann er einmitt þessi veikburða og andfúla týpa sem þú lýsir þarna.

Sindri | 14.10.2006 kl. 15:18
Sindri

Þ.e.a.s. franski karlmaðurinn...þetta á ekki við um kvenpeninginn.

sigurgeir þór | 16.10.2006 kl. 00:59
Unknown User

Jamm, kannski, en frakkar meiga eiga það að konurunar eru ótrúlega fallegar margar (og kunna að vera kvennlegar...) og svo eru þeir góðir í að hanna hluti sem enginn hefur efni á að nota eða kaupa (dæmi, concorde, fötin og allt það)

Gunni | 16.10.2006 kl. 22:43
Gunni

Frakkar beiluðu á Concorde nærri því í upphafi og bretar enduðu með að byggja þetta að stórum hluta sjálfir. Helsta framlag Frakka var að rífa kjaft yfir því að Concord ætti að enda á "e".