27.9.2006 kl. 15:16
tesco

Ég fór í matarinnkaup áðan í Tesco súpermarkaðskeðjunni. Ég keypti brauðost, skinku, brauð, smjör, salsa, franskan Babybel ost, snakk, 2 tilbúnar ofnpítsur, 3 örbylgjurétti, 4 lítra af gosi, 3 fernur af eplasafa, 1 lítra af hreinu vatni og 4 súkkulaðimöffins. Þetta voru 4 pokar stútfullir af innkaupavörum.

Kostaði 18 pund (~ 2.300 kr.).

Það er verið að rýja hinn íslenska neytenda.

Og já, síðan var bæði skinkan og osturinn miklu betri en það sem fæst heima...


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 27.9.2006 kl. 17:01
Steinn

Tesco express lítur út fyrir að vera dýr verslun. Allar verslanir, af minni reynslu, sem bera einhvers konar nöfn sem gefa hraða til kynna eru dýrar. Ég verð líka að benda þér á það að Albert Heijn og Cort Inglais eru dýrar verslanir í Hollandi og Spáni og eru næstum því helmingi ódýrari en Bónus. Þú getur örugglega fundið einhverja verslun sem er miklu ódýrari en Tesco express. Niður með Guðna Ágústsson!

Sveinbjörn | 27.9.2006 kl. 17:22
Sveinbjörn

Já, sennilega er ódýrast í Sainsbury's hérna í Engilsaxalandi -- en það er engin Sainsbury's í göngufjarlægð...

Halldór Eldjárn | 27.9.2006 kl. 18:48
Halldór Eldjárn

Heppinn.

Nafnlaus gunga | 28.9.2006 kl. 23:18
Unknown User

Bara 4 litar af gosi?!?

Gunni | 29.9.2006 kl. 00:07
Gunni

Munurinn á Tesco og Tesco Express er eingöngu vöruúrval og stærð, as far as I know. Tesco Express eru þessar litlu sem eru aðallega með essentials og þeir planta í íbúðarhverfi.

Tesco supermarkaðirnir eru hins vegar huge shit en yfirleitt extremely inconveniently located. Hence the express, you can walk rather than taking a long drive.

Sindri | 29.9.2006 kl. 01:35
Sindri

Hey, þú gleymir að kaupa Ajax maður. Hvernig ætlarðu að þrífa þessa rottuholu sem þú kallar íbúð?

Arnaldur | 1.10.2006 kl. 22:44
Arnaldur

Tesco er Bónus Bretlandseyja. Merkilega nokk finnst samkeppnisráði þar á bæ Tesco vera óheilbrigt. Hérna finnst engum athyglisvert þótt að það sé einokun á matvælamarkaði. Read all about it.

http://observer.guardian.co.uk/business/story/0,,1884603,00.html

sigurgeir þór | 4.10.2006 kl. 05:56
Unknown User

Samt, það er mikilvægt held ég að versla rétt þegar maður er að versla, ég komist að því að ef ég versla í bónus og versla réttu hlutina þar (les euroshopper) þá fær maður slatta meira fyrir peninginn, ég spara meir en helming á því miðað við að verlsa í 10-11

Einar Jón | 9.10.2006 kl. 17:09
Einar Jón

Þið gleymið því að EuroShopper og Tesco matvæli eru varla matur í víðasta skilningi þess orðs (Tesco berjasulta inniheldur t.d. innan við 1% berjaafurðir).
Þegar ég fer í Tesco læt ég allavega allt matarkyns með Tesco stimplinum vera.

Sveinbjörn | 9.10.2006 kl. 18:24
Sveinbjörn

Tjah, ég passa mig bara og kaupi einungis mat sem er merktur "Organic" -- þá get ég verið viss um að það er ekki algjör drulla, ekki satt?