Var að enda við að flytja inn í endanlega húsnæðið mitt hér í Lundúnum: Lilian Knowles House, á Crispin Street, um 3 mínútna gang frá Liverpool Street Station. Þetta er ágætt hverfi, og aðeins 3 London Underground stopp frá Temple stöðinni hjá LSE (u.þ.b. 20 mínútna gangur).

Herbergið mitt er ágætt -- ekki stórt, en allt hérna er nýtt, sem er mér mikill léttir. Enskt húsnæði getur verið svo hrikalega crummy. Auk þess sem sést á myndinni hér að neðan þá hef ég lítinn fataskáp og lítið baðherbergi.

lilian knowles house room s


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 24.9.2006 kl. 14:24
Steinn

Vá hvað þetta er lítið, ég held nú bara svei mér þá að "íbúðin" hans Árna í Tokyo hafi verið stærri! Reyndar var hann með upprúllanlega futondýnu og sparaði sér pláss þannig.

Halldór Eldjárn | 24.9.2006 kl. 14:47
Halldór Eldjárn

Lítinn ;-)

Aðalsteinn | 24.9.2006 kl. 14:54
Aðalsteinn

Fínt herbergi. Maður er hvort eð er alltaf staddur á sama fermetranum hvort sem maður býr í 120 eða 12 fermetrum.

Hugi | 24.9.2006 kl. 15:31
Hugi

Sætt :)

Er baðherbergið þessi fata þarna undir skrifborðinu?

Sveinbjörn | 24.9.2006 kl. 18:01
Sveinbjörn

Já, Hugi. Hún doublar líka sem sturta -- fylli hana bara af vatni úr sameiginlega eldhúsinu og sturta yfir mig.

Sveinbjörn | 25.9.2006 kl. 14:32
Sveinbjörn

Annars er það alveg rétt sem hann Aðalsteinn segir -- ég eyði 90% af þeim tíma sem ég er á annað borð vakandi heima hjá mér fyrir framan tölvuna.