19.9.2006 kl. 16:01

OK, loksins tókst mér eftir miklar raunir að nettengja páverbókina mína hérna og get þ.a.l. frætt ykkur um afdrif mín og ævintýri. Það er svosem ekki margt spennandi frá að segja, nema að ég er búinn að koma mér fyrir í tímabundnu húsnæði hérna þar til leigusamningurinn minn tekur gildi þann 24ða september, og hef liðið mikið af magakrampa undanfarna tvo daga. Fyrir vikið hef ég ekkert geta látið ofan í mig af steiktum (read: góðum) mat, og hef meira að segja þurft að gefa sígaretturnar upp á bátinn um tíma. Ég sleppti því að reykja í 48 klst, og telst það lengsta reykingapása mín síðan ég var 17 ára. Þess má geta að það þurfti sterka Pavlóvíska skilyrðingu í formi líkamlegrar þjáningar til að halda mig frá rettunum.

Verandi nöldurseggur hef ég eitt út á tímabundna húsnæðið mitt að setja, og það er sú staðreynd að glugginn minn snýr út að leikvangi grunnskólans hinumegin við götuna -- fyrir vikið vakna ég snemma á morgnana við öskrin og leikinn í litlum krökkum í skólabúningi.

playground rosebery hall

London er auðvitað mjög kúl pleis, eins og ávallt, og nóg að gerast. Hef ekki haft tíma til þess að tjekka á neinu, með alla bjúrókrasíuna sem ég þarf að djöflast með. Skrifa meira þegar ég hef meira til þess að segja frá.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 19.9.2006 kl. 22:15
Arnaldur

Students...
...A bloody waste of space.

Steinn | 19.9.2006 kl. 22:22
Steinn

Magar eru ofmetnir! Krampar líkar!

Sveinbjörn | 20.9.2006 kl. 00:07
Sveinbjörn

Djöfull er "That Mitchell & Webb Look" annars gott. Uploadaðir þú því ekki, Steini?

Steinn | 20.9.2006 kl. 11:18
Steinn

Yes sir.