30.8.2006 kl. 14:47
vatnsflaskan

Til þeirra sem ekki enn hafa frétt af því: Ég flyt til London eftir rúmar tvær vikur og er með flug bókað 16. september. Búseta mín í London mun vara í a.m.k. eitt og hálft ár, en verður að öllum líkindum til fjögurra eða fleiri ára. Áður en ég fer verð ég með einhvers konar teiti á kjallaraheimili mínu á Öldugötunni.

Um daginn varð mér hugsað til þess hversu afskaplega lengi ég hef búið hérna í kjallaranum á Öldugötunni -- ég flutti hingað niður í ársbyrjun 1997, sem sagt 10 samfelld ár frá og með næstu áramótum, ef undanskildar eru stuttar dvalir mínar í Kaupmannahöfn og Kanada.

Þegar ég fluttist hingað inn stútfyllti ég glerflösku nokkra af vatni, og sór að ég myndi flytjast á brott áður en vatnið í henni gufaði upp. Á myndinni til hægri sést flaskan í dag -- ég er greinilega a.m.k. 4-5 árum á undan áætlun...


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 30.8.2006 kl. 15:17
Arnaldur

Ég segi að þú sért svona 4-5 árum overdue...

Sindri | 30.8.2006 kl. 19:40
Sindri

Hehe, ég er sammála honum Arnaldi. Það er kominn tími til að yfirgefa hreiðrið.

Einar Jón | 6.9.2006 kl. 11:35
Einar Jón

Og ekkert kveðjupartý?

Siggi | 6.9.2006 kl. 23:57
Siggi

Hvenær verður partí?

Sveinbjörn | 7.9.2006 kl. 01:37
Sveinbjörn

Partý hjá mér á Öldugötunni næsta laugardag, þ.e.a.s. 9. september. And you're invited!