26.8.2006 kl. 20:37
iosef stalin
"Sambýlismaður"?

Í Morgunblaðinu sá ég Noam Chomsky nýlega lýst sem "stjórnleysingja", og þá hafði greinarhöfundur greinilega þarna snúið orðinu "anarchist" yfir á íslensku, en Chomsky hefur gjarnan kennt sig við anarkisma. Ég sá ekki alveg tilganginn í þessari þýðingu, þar sem orðið "anarkisti" er, að ég held, gjaldgengt á íslensku, líkt og "kommúnisti" og aðrar tegundir af -istum.

Í kjölfarið fór ég að velta því fyrir mér hvernig snúa skyldi "kommúnisti" yfir á hreintunguíslensku. Nú er hefð, að mig minnir, fyrir því að þýða "sósíalisti" sem "félagshyggjumaður" eða e-ð álíka. Ég ræddi þetta stuttlega við Gunna félaga og við komumst að niðurstöðu: fyrst "kommúna" er sambýli, þá hlýtur "kommúnisti" að vera "sambýlismaður"...


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sverrir | 29.8.2006 kl. 17:27
Sverrir

Orðið "sameignarmaður" var nú heilmikið notað fyrir nokkrum áratugum.

Steinn | 29.8.2006 kl. 21:47
Steinn

Þetta hljómar eins og allir kommar séu þá í sambúð með einhverjum. Þetta myndi þá þýða að einungis fólk í sambúð væru kommar, ekki einhleypt eða gift fólk.

Sveinbjörn | 29.8.2006 kl. 23:21
Sveinbjörn

Orðið "sameignarmaður" er þá alveg dottið úr málinu, ef marka má http://www.google.is/search?q=sameignarmaður">skrif landans á netinu.

Nafnlaus gunga | 30.8.2006 kl. 22:24
Unknown User

Ég vil nú koma því á framfæri að orðið stjórnleysingi á sér langa hefð í málinu, þó gallað sé.

Sveinbjörn | 31.8.2006 kl. 15:47
Sveinbjörn

Já, stjórnleysingi er meingallað orð -- gefur til kynna að viðkomandi aðili sé "stjórnlaus", át off kontról -- ekki að hann aðhyllist stjórnmálastefnu sem gengur út á afnám ríkisvaldsins.