24.8.2006 kl. 16:28

Ég er búinn að gera smá úttekt hérna á menntun núverandi alþingismanna. Hér er ekki tekið tillit til námskeiða eða ólokinna gráða, enda erfitt að meta hvers virði slíkt er. Einnig ber að hafa í huga að þessi tölfræði er unnin í flýti og það kunna að leynast smávægilegar villur þarna -- þetta ætti a.m.k. að gefa grófa mynd af þessu. Tölfræðin sem og alþingismannalistinn að neðan er unnin upp úr þessari vefslóð á vef alþingis. Menn geta dregið þær ályktanir sem þeim sýnist...

Hlutföll

Menntun % hlutfall Fjöldi
Einungis með grunnskólapróf 9.2% 6/64
Stúdentspróf eða samsvarandi 70.3% 45/64
Grunnám á háskólastigi (B*) 53.1% 34/64
Meistaranám á háskólastigi (M*) 17.1% 34/64
Doktorsnám á háskólastigi (PhD) 3.1% 2/64
Hafa stundað e-ð nám erlendis 39% 25/64
Lögfræðimenntun 15.6% 10/64
Félagsvísindamenntun 15.6% 10/64
Hugvísindamenntun 9.2% 6/64
Raunvísindamenntun 9.2% 6/64
Verkleg/fagleg menntun 14% 9/64

Einstakir þingmenn

Nafn Menntun Flokkur
Anna Kristín Gunnarsdóttir Stúdentspróf MA 1972. Kennarapróf KHÍ 1979. Diplóma í menntunarfræðum KHÍ 1998. Meistaranám í menntunarfræðum KHÍ frá 1998
Arnbjörg Sveinsdóttir Stúdentspróf MR 1976.
Ágúst Ólafur Ágústsson Stúdentspróf MR 1997. Lögfræðipróf HÍ 2003. BA-próf í hagfræði HÍ 2003
Árni M. Mathiesen Stúdentspróf Flensborgarskóla 1978. Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983. Próf í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985.
Ásta R. Jóhannesdóttir Stúdentspróf MR 1969.
Ásta Möller Stúdentspróf MH 1976. B.Sc.-próf í hjúkrunarfræði HÍ 1980.
Birgir Ármannsson Stúdent MR 1988. Embættispróf í lögfræði HÍ 1996. Hdl. 1999.
Birkir J. Jónsson Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1999.
Bjarni Benediktsson Stúdentspróf MR 1989. Lögfræðipróf HÍ 1995. LL.M. gráða (Master of Laws) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997. Hdl. 1998.
Björgvin G. Sigurðsson Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Suðurlands 1993. BA-próf í sögu og heimspeki HÍ 1997.
Björn Bjarnason Stúdentspróf MR 1964. Lögfræðipróf HÍ 1971. Hdl. 1979.
Dagný Jónsdóttir Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1996.
Drífa Hjartardóttir
Einar K. Guðfinnsson Stúdentspróf MÍ 1975. BA-próf í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi, 1981.
Einar Oddur Kristjánsson
Einar Már Sigurðarson Stúdentspróf MH 1971. B.ed.-próf KHÍ 1979. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ 1994.
Geir H. Haarde Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
Guðjón Hjörleifsson
Guðjón Ólafur Jónsson Stúdentspróf MR 1987. Embættispróf í lögfræði HÍ 1992. Próf í rekstrar- og viðskiptafræðum EHÍ 1999. Hdl. júní 1997. Hrl. 2004. Próf í verðbréfaviðskiptum HR 2005.
Guðjón A. Kristjánsson Stýrimannanám á Ísafirði 1964-1965.
Guðlaugur Þór Þórðarson Stúdentspróf MA 1987. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1996
Guðmundur Hallvarðsson Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966.
Guðni Ágústsson Búfræðipróf Hvanneyri 1968.
Guðrún Ögmundsdóttir Lauk námi í félagsfræði og félagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter 1983, framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-1985, cand. comm.-próf 1985.
Gunnar Örlygsson Próf í markaðs- og útflutningsfræðum frá Den Danske Exportskole 1996.
Halldór Ásgrímsson Samvinnuskólapróf 1965. Löggiltur endurskoðandi 1970.
Halldór Blöndal Stúdentspróf MA 1959.
Helgi Hjörvar
Hjálmar Árnason Stúdentspróf MH 1970. Kennarapróf KHÍ 1979. BA-próf í íslensku HÍ 1982. M.Ed.-próf í skólastjórnun frá Bresku Kólumbíu-háskólanum í Kanada 1990.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stúdentspróf MT 1974. BA-próf í sagnfræði og bókmenntum HÍ 1979.
Jóhann Ársælsson Nám í skipasmíði 1961-1965, skipasmíðameistari 1965.
Jóhanna Sigurðardóttir Verslunarpróf VÍ 1960.
Jón Bjarnason Stúdentspróf MR 1965. Búfræðipróf Hvanneyri 1967. Búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1970.
Jón Gunnarsson Fiskiðnaðarmaður 1979 og fiskitæknir 1980 frá Fiskvinnsluskóla Íslands
Jón Kristjánsson Samvinnuskólapróf 1963.
Jónína Bjartmarz Stúdentspróf KHÍ 1974. Lögfræðipróf HÍ 1981.
Katrín Júlíusdóttir Stúdent MK 1994.
Kjartan Ólafsson Próf frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1974 og garðyrkjuskólunum í Söhus og Beder í Danmörku 1975 og 1976.
Kolbrún Halldórsdóttir Verslunarpróf VÍ 1973. Burtfararpróf frá Leiklistarskóla Íslands 1978.
Kristinn H. Gunnarsson Stúdentspróf MR 1972. BS-próf í stærðfræði HÍ 1979.
Kristján L. Möller Próf frá Iðnskóla Siglufjarðar 1971. Kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1976.
Lúðvík Bergvinsson Stúdentspróf Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1985. Lögfræðipróf HÍ 1991.
Magnús Þór Hafsteinsson Búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein frá Bændaskólanum á Hólum 1986. Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994.
Magnús Stefánsson Samvinnuskólapróf 1980. Stúdentspróf Samvinnuskóla 1987. Rekstrarfræðapróf Samvinnuháskólanum 1990.
Margrét Frímannsdóttir
Mörður Árnason Stúdentspróf MR 1973. BA-próf í íslensku og málvísindum HÍ og frá háskólanum í Ósló 1977.
Pétur H. Blöndal Stúdentspróf MR 1965. Diplom-próf í eðlisfræði, stærðfræði og tölvufræði við Kölnarháskóla 1968. Diplom-próf í hagnýtri stærðfræði, líkindafræði, tölfræði, tryggingastærðfræði og alþýðutryggingum við Kölnarháskóla 1971. Doktorspróf við sama háskóla 1973.
Rannveig Guðmundsdóttir
Sigríður A. Þórðardóttir Stúdentspróf MA 1966. BA-próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ 1977.
Sigurður Kári Kristjánsson Stúdentspróf VÍ 1993. Lögfræðipróf HÍ 1998. Hdl. 1999.
Sigurjón Þórðarson Stúdentspróf MR 1985. BS-próf í líffræði HÍ 1990.
Sigurrós Þorgrímsdóttir Stúdentspróf MH 1985. BA-próf í stjórnmálafræði og hagfræði HÍ 1990. Diplómanám í fjölmiðlafræði HÍ 1991. MA-próf í stjórnsýslufræði HÍ 2000.
Siv Friðleifsdóttir Stúdentspróf MR 1982. BS-próf í sjúkraþjálfun HÍ 1986.
Sólveig Pétursdóttir Stúdentspróf MR 1972. Lögfræðipróf HÍ 1977. Hdl. 1980.
Steingrímur J. Sigfússon Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982.
Sturla Böðvarsson Sveinspróf í húsasmíði Iðnskólanum í Reykjavík 1966. Raungreinapróf Tækniskóla Íslands 1970. B.Sc.-próf í byggingatæknifræði Tækniskóla Íslands 1973.
Valdimar L. Friðriksson Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi 1984. Próf í fiskeldisfræði frá Barony College Skotlandi 1986.
Valgerður Sverrisdóttir Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir Stúdentspróf MS 1985. Lögfræðipróf HÍ 1993.
Þórunn Sveinbjarnardóttir Stúdentspróf MR 1984. Stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands 1989 og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies 1990.
Þuríður Backman Próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973. Diplóma frá Norræna heilbrigðisháskólanum 1992.
Ögmundur Jónasson Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974.
Össur Skarphéðinsson Stúdentspróf MR 1973. BS-próf í líffræði HÍ 1979. Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983.

7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 24.8.2006 kl. 17:20
Steinn

Whoa!!!! Talandi um að slacka í vinnunni á síðasta degi! Job well done!!

Halldór Eldjárn | 24.8.2006 kl. 19:35
Halldór Eldjárn

Hmm, er minn að nota tables? :P

Sveinbjörn | 24.8.2006 kl. 19:40
Sveinbjörn

Hehehe... Það er ekkert að því að nota tables í það sem þær voru hannaðar fyrir, þ.e.a.s. að vera tables. Hins vegar er handónýtt að nota þær í layout

Gunni | 24.8.2006 kl. 23:30
Gunni

Ég er ekki að skilja flokkakerfið, please include a key...

Gunni | 24.8.2006 kl. 23:30
Gunni

Ég er hálfviti. Ég hélt að þú værir að flokka þau eftir námsárangri en auðvitað eru þettar stjórnmálaflokkarnir þeirra. Duh.

/less beer, more sleep

Guðmundur D. Haraldsson | 26.8.2006 kl. 01:17
Guðmundur D. Haraldsson

Impressive, stjórnmálafræði og lögfræði... crap.

Doddi | 27.8.2006 kl. 21:18
Doddi

Ágætt að finna sér e-ð til dundurs...