Háskóli Íslands

Þegar ég sótti um að fá að skila BA ritgerð á ensku við heimspekiskor Háskóla Íslands síðasta vor, þá stóð ein manneskja við skorina staðfast við það að ef tekið væri við ritgerð á énsku þá yrðu þeir sem gæfu einkunn fyrir ritgerðina að hafa ensku að móðurmáli.

Þetta þótti mér heldur merkilegt, þar sem afskaplega margir við skorina eru einmitt með doktorsgráður úr breskum og amerískum háskólum, m.a. Cambridge, MIT, Columbia o.fl. Ef menn eru nægilega færir í ensku til þess að skila doktorsritgerð við þessa háttvirtu enskumælandi skóla, þá hljóta þeir að geta farið yfir og gefið einkunn fyrir eina skítna BA ritgerð sem rituð er á ensku.

Annars veit ég ekki af hverju ég er að nöldra yfir þessu -- ofantöld tillaga var felld og ég fékk að skila á ensku. Þótti þetta bara með eindæmum asnaleg krafa.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 23.8.2006 kl. 16:30
Sindri

Já þetta er asnaleg krafa. En annars, ótengt þessu, hvenær ferðu út til Englands? Á ekki að halda kveðjuteiti?

Sveinbjörn | 23.8.2006 kl. 16:31
Sveinbjörn

Fer út 16da, verður auðvitað massívt partý á Öldugötunni áður en ég hverf af landi brott