Sveitungi óþekktrar konu
Jón Sigurðsson, PhD

Jón Sigurðsson, núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þykir líklegur til þess að taka við formennsku Framsóknarbatterísins. Á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins er birt ferilskrá Jóns. Þar stendur að hann hafi eftirfarandi menntun:

  • Fjármagnsmarkaðir (2000 Endurmenntun Háskóla Íslands, Reykjavík)
  • MBA í rekstrarhagfræði (1993 National University, San Diego, Kal. Bandar.)
  • PhD, MA í menntunarfræði (1990, 1988 CPU - fjarnámsstofnun, Kal. Bandar.)
  • BA í sagnfræði og ísl. fræðum (1969 Háskóli Íslands, Reykjavík)

Nokkuð impónerandi ferilskrá, ekki satt? Það eitt að maðurinn hafi BA gráðu gerir hann sennilega að menntaðasta manni Framsóknarflokksins, sem er þó eitthvað. En hann hefur ekki numið þar staðar, heldur er hann bæði með MA gráðu og doktorspróf í *menntunarfræðum*, og trompar það með glæsilegri Master of Business Administration gráðu -- greinilega mikill fræðimaður og spekingur hér á ferð.

Ég ákvað að athuga málin aðeins nánar, og byrjaði á því að kíkja á skólann sem maðurinn hefur MBA gráðu sína frá: National University, San Diego. Vefsíða skólans kynnir hann undir þeim formerkjum að hann bjóði:

"Accredited online college degrees for adults in continuing education."

Gott og vel, Jón hefur náð sér í "online" MBA gráðu frá einhverjum obskúrum bandarískum háskóla. Síða skólans gefur til kynna að þetta sé allavega sæmilega "kosher" -- þótt það veki auðvitað ýmsar spurningar að nöfn starfsmanna og fræðimanna við skólann er hvergi getið.

california pacific university
Hin glæsilega menntastofnun,
California Pacific University

En hvað með MA og doktorsgráður Jóns? Þær eru frá einhverjum skóla sem heitir CPU. Hvers konar skóli er þetta? Smá rannsókn á netinu færði mér heimasíðu California Pacific University. Af myndinni til hliðar að dæma þá er hér afskaplega merk menntastofnun á ferðinni. Það fyrsta sem greip athygli mína er það að skólinn virðist hýstur í 200 fermetra húsi á jarðhæð. Það, og hlekkurinn "Beware of Fraud" til vinstri. Á síðunni sem hlekkurinn vísar á stendur eftirfarandi:

"Unfortunately the Internet can shelter many fraudulent enterprises that attempt to use the good names of fine universities. Therefore, naturally there are imposters [sic] out there pretending to be California Pacific University, so don't be fooled!

One thing is for sure, you certainly can not earn an MBA from California Pacific University in 72 hours."

Vá! Það er aldeilis hughreystandi að vita að það tekur ekki bara 72 tíma að fá MBA gráðu þarna. Hversu langan tíma ætli það taki? Viku? Tvær? Hvað ætli hann Jón hafi þurft að hafa fyrir doktorsgráðunni sinni fínu?

Enn merkilegri þótti mér textinn sem birtist þegar ég smellti á "Method of Instruction":

"Students are supplied with course Study Guides, especially written by the California Pacific faculty, to accompany textbooks by recognized authorities in their fields. Each course is divided into the appropriate number of lessons to properly teach the course. These lessons bring the instructor to the student wherever the student may be. They speak to the student in the same way that an instructor would if the instructor were with the student in person. Students take their open book examinations in the privacy of their own homes or offices. Only one final proctored examination is required prior to graduation."

Jahá, það er greinilegt að þarna eru fyrsta flokks gráður í boði -- bara alveg eins og alvöru háskóli. Nema það kostar bara hundrað dollara á mánuði per námskeið (ódýrt og gott!) -- og þeir bjóða upp á katalóg með mismunandi gráðum. Ekki amarlegt að geta rúllað gegnum verðlistann og valið sér það sem manni langar í -- hér er hinn frjálsi markaður svo sannarlega að verki. Engin bjúrókrasía að mergsjúga fjárhaginn, eins og í skólum á borð við, tjah, Harvard og Stanford. Þarna er greinilega skilvirkni í gangi. Svo segja þeir allavega:

"California Pacific University's quality programs will save students up to $16,000.00 in tuition fees alone. The reason for CPU s lower tuition is a tight control on costs, lack of educational bureaucracy, no tenured faculty, no excess administrators."

Já, hann Jón er svo sannarlega hámenntaður doktor -- Ætli hann hafi ekki sent tjekkann í pósti og fengið skírteinið til baka með DHL? Ég veit ekki af hverju ég er að fara að eyða rándýrum árum í LSE þegar ég get klifið til metorða sem rektorinn á Bifröst og síðar iðnaðar- og viðskiptaráðherra, með svona fína mail-order gráðu frá California Pacific University.


26 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 17.8.2006 kl. 17:29
Gunni

Sveinbjörn, have I told you lately that I love you? In a completely Platonic way, of course.

Einar Örn | 17.8.2006 kl. 21:15
Einar Örn

No tenured faculty virðist vera talið upp sem mikill kostur þarna.. Magnað :|

Sindri | 19.8.2006 kl. 20:30
Sindri

SHIT! Ég trúi þessu ekki. Þetta er svakalegt. Hvernig dirfist maðurinn að setja þetta á CV-ið?

Ég var einmitt að gera grín að svona löguðu um daginn, þ.e. svona drasl "háskólum". Þetta er ekkert annað en "diploma mill" þetta CPU.

Ég velti einnig fyrir mér um daginn hvort einhver á Íslandi hafi komist eitthvað áleiðis með svona drasl gráðu í farteskinu. Það reynist vera enginn annar en sjálfur iðnaðar- og viðskiptaáðherra, formaður framsóknarflokksins og fyrrverandi seðlabankastjóri.

Á ekki að hringja í DV á morgun og ljóstra upp um þennan skandal? ;)

Sindri | 19.8.2006 kl. 20:36
Sindri

Þetta er bara hrein lítilsvirðing fyrir þá sem hafa lagt á sig 4. ára rannsóknarvinnu til að öðlast doktorsgráðu á meðan hann borgar einhverja nokkra dollara og flaggar þessu á ferilsskránni. Hann ætti í raun að skammast sín.

Guðmundur D. Haraldsson | 19.8.2006 kl. 22:55
Guðmundur D. Haraldsson

Menntun Jóns var til umræðu í fjölmiðlum einhverntímann í sumar.

Karl Hreiðarsson | 20.8.2006 kl. 14:36
Unknown User

Já þetta var í fjölmiðlum einhvern tímann í sumar og var ekki málið með þennan CPU skóla að þessi hneykslismál komu upp löngu eftir að Jón lauk sínu námi? Ég held að það væri amk vert að kanna það áður en reynt er að eyðileggja mannorð mannsins á netinu.

Nafnlaus gunga | 20.8.2006 kl. 14:37
Unknown User

DV fjallaði í sumar um þennan CPU bréfaskóla og gráðu Jóns þaðan. Þessi skóli lenti á alvarlegum villigötum og prófgráður þaðan á ákveðnum tíma eru í besta falli vafasamar og í versta falli marklausar. Hins vegar er skólinn í San Diego alvöru. Ég var þar sjálfur í skóla og reyndar, merkilegt nokk, ég var þar samtíða Jóni og kynntist honum þar af leiðandi lítilega þar úti. Jón var sannarlega ekki í bréfaskóla þar.

Viktor | 20.8.2006 kl. 15:27
Unknown User

Karl, hvernig gátu hneykslismálin mögulega komið löngu eftir að Jón lauk sínu námi?

Var þá CPU alvöru háskóli en ekki bréfaskóli þangað til eftir að Jón útskrifaðist?

Spurning... | 20.8.2006 kl. 15:44
Unknown User

Til að byrja með þá langar mig að hrósa þér fyrir það að hafa frumkvæði á því að grennslast fyrir um menntun hans Jóns. Það er mikilvægt að grennslast fyrir um bakgrunn þeirra sem stjórna landinu.
Hins vegar langar mig líka að gagngrýna þetta aðeins, aðallega aðferðarfræðina þar sem þú ert á leið í doktorsnám. Í fyrsta lagi þá tekur það ekki langann tíma að hafa samband við þá stofnun sem þú fannst og grennslast fyrir um menntun Jóns, þú segir sjálfur að það séu fleiri en ein stofnun sem kalli sig þessu nafni, getur verið að þú hafir fundið eina sem er í alvörunni eftirherma? Svo ferðu svoldið flatt þegar þú finnur eina setningu á heimasíðu National university sem segir að þeir bjóði upp á online gráður, ertu viss um að hann Jón hafi slíka gráðu? Var hann ekki í námi við eithvað af þeim einingum sem háskólinn samanstendur úr? Fullyrðingar þínar eru á veikum grunni byggðar. Það ætti að vera lítið mál að fá svar við þessum spurningum frá skólanum sjálfum, maður á leið í Doktorsnám ætti að vita að fyrir öllum staðhæfingum þurfa að vera traustar heimildir og röksemdarfærslan traust. Gangtu frá þessum málum og komdu svo með góða frétt, ekki búa hana bara til því þér er illa við gaurinn.

Sveinbjörn | 20.8.2006 kl. 16:07
Sveinbjörn

Ég hef það yfirleitt að reglu að svara ekki mönnum sem skrifa ekki undir nafni, en brýt þá reglu nú:

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég hef ekkert á móti Jóni Sigurðssyni per se -- veit lítið um hann nema það að hann hefur nýlega birst á íslensku stjórnmálasenunni. Ég fylgist almennt ekki mikið með íslenskum stjórnmálum -- hef t.a.m. aldrei séð Jón í sjónvarpinu, eða lesið neitt sem hann hefur skrifað. Ég skal hins vegar fúslega játa að ég ber engan hlýhug til flokksins sem hann tilheyrir. Ég fór að kynna mér menntun hans þegar mér var sagt að hann hefði verið rektorinn á Bifröst -- það er sjaldgæft þessa daga að menn sem hafa starfað í akademíu feti fyrir sér í stjórnmálum.

Í öðru lagi, þá segi ég ekkert slæmt um National University, San Diego, þótt mér finnist það býsna vafasamt að geta ekki með góðu móti komist að því hvaða fræðimenn starfa við skólann -- þess utan er titill síðu skólans "accredited online college degrees for adults in continuing education" -- sem gefur til kynna að þetta sé fjarnámsskóli, en ekki hefðbundin háskólastofnun.

Í þriðja lagi, þá sagði ég aldrei að það væru fleiri en ein stofnun sem kallar sig nafninu California Pacific University. Hins vegar var fjarnámsstofnun með skammstöfunina CPUniv -- Columbia Pacific University --, en henni var lokað skv. tilskipun dómstóla í Bandaríkjunum, sjá:

http://web.archive.org/web/20010202125600/http://cpuniv.edu/

http://en.wikipedia.org/wiki/Columbia_Pacific_University

Þar sem þessi Columbia Pacific University er enn vafasamari, ef eitthvað, heldur en California Pacific University, þá breytir það litlu hvorn af þessu bógus háskólum Jón er með gráðu frá.

Ef það er til einhver sæmilega virðuleg fjarnámsstofnun í Kaliforníu með skammstöfunina CPU, þá skora ég á menn að benda mér á hana.

Að lokum bendi ég á að þetta er færsla á einkavefsíðu minni -- ég hef ekki svo mikinn áhuga á menntun Jóns að ég hafi áhuga á að setja mig í samband við þessa bréfaskóla. Slíkt væri verkefni fyrir þá sem starfa hjá íslenskum fjölmiðlum, ef þeir hafa á annað borð áhuga á að fjalla um þetta mál.

Halli | 20.8.2006 kl. 16:29
Unknown User

Já, þetta eru reyndar gamlar fréttir.

Hann viðurkenndi á sínum tíma að þetta væri bréfagráða frá PCU, en síðar hefði skólinn tekið margar rangar stefnur og farið að "selja" gráður. Hann var ekkert voðalega stoltur af þessari gráðu, þó nógu stoltur til að setja á cv-ið.

Það má örugglega finna greinarnar um þetta í blöðunum, en ég fann smá röfl um þetta á málefnin.com, þar sem menn voru búnir að rannsaka þetta örlítið."CPU degrees awarded before June 25, 1997 are legally valid." stóð m.a.
http://malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t92118.html

Hvaða röfl er samt í gæjanum sem skrifaði færsluna hér að ofan? Er hann að gefa góð ráð eða bara tala niður til fólks?

Spurning... | 20.8.2006 kl. 16:45
Unknown User

Ja, það þarf bara að smella á linkinn faculty til að komast að því hverjir kenna í hvaða deild National University, þú þarft fyrst reyndar að velja þeir deild til að skoða, það stendur ekki á forsíðunni. Eftir að hafa skoðað síðunna í tæpar 5 mínútur sé ég að þeir bjóða upp á hefðbundið háskólanám og svo líka fjarnám, svipað og Háskóli Íslands. Sennilega ekki jafn merkileg stofnun og Harvard hér á ferð, en þó verðum við Íslendingar að fara varlega í okkar yfirlýsingar, því ekki er H.I. eða H.R. á topp 1000 yfir bestu skóla í heimi. Tilvitnun í bloggfærslu þinni, í vefsíðu CPU, segir að það séu fleiri skólar að markaðssetja sig undir þessu nafni, svo þú segir það óbeint. Og þess má að lokum geta að einkavefsíða þín á netinu er alveg jafn alvarleg útgáfa og vísir.is eða mbl.is, fólk hefur verið dæmt fyrir rógburð á bloggi, því meiri ástæða fyrir að hafa heimildirnar á hreinu, sérstaklega þegar það er búið að pósta hlekk á þig á b2.is. En ég ætla ekki að vera rosalega leiðinlegur, mig langaði bara að benda þér á hvað mætti betur fara. Gott og þarft framtak, en útfærslan hefði mátt vera betri. Ég er alveg sammála þér um það að sá CPU sem google vísar mér á er frekar skuggaleg stofnun, og efast ég um að hún sé merkilegur háskóli. En áður en hægt er að segja fyrir víst að þetta sé skólinn þá þarf að sýna fram á það með góðu móti. Keep up the good work.

Spurning... | 20.8.2006 kl. 16:56
Unknown User

Halli. Ég var nú bara að gefa góð ráð, en það hljómar svoldið eins og ég sé að tala niður til hans, biðst afsökunar á því. Megnið af þessari færslu góð, hefði verið ennþá betri ef heimildirnar hefðu verið solid. En eins og hann á eftir að komast að í námi sínu þá er mjög algengt að fólk gefur jafnvel út rannsóknarpappíra án þess að geta um heimildir eða vinna þá grunnrannsókn sem þarf, og geta þannig komið sér í vandræði. Og sérstaklega sæmt er að rífa niður persónur að illa athuguðu máli.

Gísli sem sá þetta á B2 | 20.8.2006 kl. 18:00
Unknown User

Það skiptir ekki hvar þú lærir heldur hvað þú lærir. Ekki virða skóla eins og þá sem þú nefndir einungis vegna þess að þér er sagt að gera það.

Sveinbjörn | 20.8.2006 kl. 18:07
Sveinbjörn

Gísli, þetta snýst auðvitað ekki um hæfni Jóns sem slíka -- heldur þann óheiðarleika sem fólgin er í því að verða sér úti um bógus gráður -- til þess að blekkja fólk um hvers konar menntun þú hefur að baki þér. Það má vel vera að Jón sé mjög hæfur maður og betur í stakk búinn til þess að gegna sínum störfum heldur en menn með gráður frá fínum skólum. Aftur á móti segir þetta heilmikið um siðferðislega eiginleika hans.

Nafnlaus gunga | 20.8.2006 kl. 18:07
Unknown User

En þetta mál með Jón er enn fyndnara. Hann segist vera með Ph.D. gráðu frá þessum skóla, en þegar þessi skóli er betur skoðaður þá hefur Kaliforníu ríkið bannað þessum skóla að útskrifa menn með doktorsgráður !
Þegar ferill Jóns var rakinn í mogganum, þá var menntun hans eðlilega talin upp. Jón var nógu gáfaður til að minnast ekki á doktorsgráðuna, svo hann veit sjálfur að þetta er bara algjör frat gráða.

Guðmundur Þ | 20.8.2006 kl. 21:08
Unknown User

Mig minnir innilega að hann hafi svarað fyrir þetta tiltekna atriði i viðtali við DV fyrir c.a. mánuði. Þar minntist hann á að skólinn væri flopp - að mig minnir.

Nafnlaus gunga | 21.8.2006 kl. 10:58
Unknown User

Jón var rektor á Bifröst FYRIR tíma háskólans þar, þ.e. þegar það var Samvinnuskólinn, sem ígildi framhaldsskóla. Útskrifaði fólk e. 2 ár með samvinnuskólapróf og stúdentspróf e. 4 ár. Held hins vegar að hann hafi tekið þátt í að stofna (Samvinnu)háskólann á Bifröst en ég hélt ekki að hann hefði verið rektor hans. (hef ekki farið á heimasíðu skólans til að tékka).

Gísli, aftur | 21.8.2006 kl. 11:32
Unknown User

Ég leyfi mér nú að halda að þetta snúist um hæfni. Þú kallar þetta bógus gráður (ég er ekki viss um hver sé rétt ensk-íslensk slettustafsetning en ég hefði skrifað bógusgráður í einu orði) og það er greinilega satt að svo er síðan 1996 skv. þessu:

"In 1996, after conducting a qualitative review and assessment of CPU's degree-granting programs, the bureau's predecessor agency (Council for Private Postsecondary and Vocational Education) denied CPU's application for licensure.

On June 10, 1997, this denial was upheld by an independent administrative law judge who concluded that CPU had: (a) awarded excessive credit for prior experiential learning to many students; (b) failed to employ duly qualified faculty; and (c) failed to meet various requirements for issuing Ph.D. degrees.

sem finna má á þessari síðu: http://www.quackwatch.org/search/webglimpse.cgi?ID=1&query=cpu

Aftur á móti kemur einnig fram, eins og Halli benti á, að gráður þær sem veittar væru fyrir 25. Júní, 1997 væru "...legally valid", hvort sem það er tengt öðruvísi reksturs skólans á fyrri árum eða hreinlega einföldun.

Þetta þýðir að CPU hafi staðist hæfniskröfur fram til ársins 1996, og í framhaldi hafa fjarnámsskólar eins og Open University, TCS og álíka staðið undir meiri kröfum og því veitt aðgang að betri menntun en áður. Þetta vil ég kalla eðlilega þróun.

Þar sem ferilskrá Jóns er á þessa leið:

PhD, MA í menntunarfræði (1990, 1988 CPU - fjarnámsstofnun, Kal. Bandar.)

finnst mér ekki líklegt að hann hafi verið að taka þátt í einhverskonar gervimenntun að sínu mati, þótt það geti verið rangt hjá mér. Hvernig sem litið er á málið er menntun bara grunnur, eða undirbúning fyrir vinnu sem skilar skilningi. Lærdómur + Reynsla = Skilningur.

Ef það er rétt sem Guðmundur Þ og Nafnlaus gunga hér að ofan segja hefur hann ákveðið að minnast ekki á doktorsgráðuna og jafnvel viðurkennt að þín afstaða til málanna er rétt, sem myndi einnig segja mikið um siðferðislega eiginleika hans. Einnig það að hann hefur ákveðið að vinna við menntunarkerfið sjálfur segir mér að hann hafi áhuga á að varðveita og betrumbæta hana.

Ég vil að lokum taka fram að ég er ekki Framsóknarmaður, vissi ekki einu sinni að þessi maður væri til þar til nú fyrir stuttu. Það sem þetta mál snýst í raun um er hver hans afstaða var til þessa náms þegar hann tók þátt í CPU. Og það getum við ekki vitað.

Halldór E. | 22.8.2006 kl. 17:18
Unknown User

CV-inu hjá iðnaðarráðuneytinu hefur verið breytt eftir þessa mikilvægu gagnrýni. Þrátt fyrir að CPU hafi mátt samkvæmt lögum Kaliforníuríkis útskrifa MA og Phd nema var námið í þessum skóla aldrei accreditet af neinni námsstofnun í BNA.

Það er eins athyglivert að MBA námið hans er heldur ekki accreditet af þeim stofnunum sem stunda slíkt með businessnám í BNA, AACSB eða ACBSP.

Það er því óhætt að fullyrða að nám þessa manns er vafasamt eftir BA-prófið. Auðvitað hefur öll reynsla og menntun vægi en að notast við MBA, MA og PhD skammstafanir við það sem þessi maður gerði er út fyrir mörk þess siðlega.

Sveinbjörn | 22.8.2006 kl. 20:32
Sveinbjörn

Gísli, afstaða Jóns til náms síns í CPU hefur ekkert með málið að gera. Þetta snýst um hvort hann geti með réttu og í fullri hreinskilni titlað sjálfan sig MA- og doktorsmenntaðan. Og fyrst hann hefur starfað í menntakerfinu sjálfur, þá ætti hann að vita betur heldur en að lista einhverjar gervigráður á ferilskrá sinni.

Sindri | 22.8.2006 kl. 21:22
Sindri

CV-inu hefur ekkert verið breytt. Hvernig fékkstu það út?

Þetta er allt frekar vafasamt og maðurinn ætti að hreinsa til í ferilsskránni og sleppa svona drasli.

Halldór E. | 25.8.2006 kl. 12:39
Unknown User

Í júlí var skólinn CPU skrifaður með fullu heiti á CV Jóns og MA-gráðan og Phd-gráðan höfðu hvor sína línuna. Síðan var uppsetningunni á CV-inu breytt einhvern tímann eftir umfjöllun DV.

tryggvi | 3.9.2006 kl. 10:42
Unknown User

Reyndar stúderaði Jón hjá CPU-Columbia Pacific University (http://www.cpuniv.us/index.htm) og hann var fullgildur háskóli með leyfi til að veita gráður á þeim tíma sem Jón var í sínu námi. Í úttekt sem síðar leiddi til þess að skólinn missti það leyfi var tekið sérstaklega fram að gráður sem voru veittar á þeim tíma sem Jón var í námi væru enn í fullu gildi (http://www.columbiapacificuniversity.org/).

Sveinbjörn | 3.9.2006 kl. 15:56
Sveinbjörn

"fullgildur háskóli með leyfi til að veita gráður á þeim tíma sem Jón var í sínu námi" þýðir ekki squat ef skólinn er ekki accredited. Alls konar bógus háskólar eru löglegir í BNA, en standast ekki accreditation kröfur. Öðruvísi kerfi þar, sting upp á að þú skoðir http://en.wikipedia.org/wiki/School_accreditation">þessa síðu sem snöggvast.

tryggvi | 3.9.2006 kl. 22:13
Unknown User

Ég er reyndar menntaður í stjórnun og stefnumótun í skólamálum í Bandaríkjunum og þekki því háskólakerfi þeirra vel.

Vottunarkerfið í Bandaríkjunum er langt frá því að vera fullkomið. Margar "diplóma millur" eru t.d. "vottaðar". Gerist þegar nánast hver sem er getur gerst vottunaraðili.

Stóru vottunaraðilarnir, s.k. "regional accreditation associations", eru alræmdir fyrir að vera seinir að bregðast við breyttum háttum í skólamálum. T.d. áttu margir háskólar í Bandaríkjunum sem nota netið nær alfarið (t.d. Capella, University of Phoenix Online, o.s.frv.) í mestu vandræðum með að fá vottun vegna þess að vottunaraðilar gerðu kröfur um húsnæði og annað sem samræmdist engan veginn því sem þessir skólar voru að reyna að gera.

Sama gerðist hjá CPU. Þegar CPU var stofnaður var útilokað fyrir hann að fá vottun frá regional vottunaraðila vegna þess að vottunarkerfi þessara aðila samræmdust ekki fjarnámspælingum skólans. Þess vegna var leitað til skólayfirvalda í Kaliforníu sem staðfestu að skólinn uppfyllti grunnkröfur sem vottunaraðilar gera varðandi menntaþáttinn.

Skv. dómum og skólayfirvöldum í Kaliforníu er engin ástæða til að efast um gildi menntunarinnar sem Jón hlaut við CPU.