14.8.2006 kl. 19:46

Varúð! Önnur nördafærsla.

starcraft screenshot

Einhverjum lesendum mínum er það vafalaust kunnugt að ég hef gegnum tíðina verið afskaplega gefinn fyrir að spila tölvuleikinn StarCraft. StarCraft er að mínu mati lang besti "Real-Time Strategy" tölvuleikur sem gerður gerður hefur verið -- stór hluti af menntaskóla hjá mér fór í að spila hann á netinu.

Í Kóreu er StarCraft orðinn eins konar költ -- það liggur við að þetta sé þjóðaríþróttin. Þar er árlega haldið heimsmeistaramót í StarCraft. Ég rakst fyrir slysni á replays af úrlsitaleikjum í heimsmeistaramótinu 2005 á netinu ásamt honum Dolla. Við fylgdumst agndofa með þessum leikjum -- þessir gaurar sem þarna eru að spila eru svo astrónómískt færir að mig hryllir við tilhugsunina um þann tíma sem þeir hafa þurft að leggja í þetta. Allir sem nokkru sinni hafa spilað StarCraft í multi-player ættu að kíkja á þetta.

Replays of Korean StarCraft Tournament Finals 2005

Þetta eru .rep skjöl, og til þess að skoða þau þarf að hafa StarCraft inni á tölvunni hjá sér.