14.8.2006 kl. 17:04

Varúð! Nördafærsla.

terminal windows exposé
Ómögulegt að greina milli Terminal glugga

Eitt af því sem hefur angrað mig hvað mest við Mac OS X undanfarin ár er sú staðreynd að það virðist ekki vera til neinn góður terminal client fyrir kerfið. Terminal.app forritið frá Apple er að mörgu leyti ágætt, en hins vegar er það óþægilegt þegar maður þarf að hafa afskaplega mörg terminöl opin í einu. Hvað getur maður notað til þess að skipta á milli þeirra? Exposé? Ansi hræddur um ekki (sjá mynd til hliðar).

Fyrir vikið hef ég notað iTerm undanfarin ár. Það forrit hefur "tabs" þannig að allar sessions eru geymdar í einum glugga, og tabbarnir merktir þeim vélum sem maður er tengdur. Hins vegar hefur iTerm orðið hægari með hverri útgáfunni, og er nú með útgáfu 0.8.2 orðið svo hægt að það er varla nothæft á 1250Mhz vél. Ég hef komist í kringum þennan ókost með því að nota hreinlega eldri útgáfu (0.7.7). iterm zoom Aftur á móti, þá er enginn shortcut key til þess að stækka gluggana (Zoom Window) í þeirri útgáfu. Þetta angraði mig heilmikið, þar til ég ákvað loksins að gera eitthvað í málunum. Ég sótti útgáfu 0.7.7 af iTerm úr CVS repository-inu á SourceForge og hakkaði eilítið í kóðanum þar til ég fékk þá fídusa sem ég vildi.

Í þessari nýju útgáfu minni af gamla iTerm get ég látið terminal gluggann fylla skjáinn með einfaldri Cmd-Shift-Z skipun, flippað milli tab-a og unnið á mörgum tölvum í einu, og á ásættanlegum hraða. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast þessa breyttu útgáfu af iTerm geta sótt hana hér.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 14.8.2006 kl. 23:22
Halldór Eldjárn

Þú ert nú meiri nördinn Sveinbjörn ;)

Sveinbjörn | 15.8.2006 kl. 18:28
Sveinbjörn

I'm perfect, yes, it's true.