31.7.2006 kl. 16:37

Og við gefum af bókum út eitthvert firnafár, og förgum stundarhagsmunum fyrir nýtt helsi -- Megas

Ég er með blendnar tilfinningar gagnvart íslenskri málverndarstefnu og hef ekki myndað mér fasta skoðun í þeim efnum enn sem komið er. Hins vegar finnst mér það liggja í augum uppi að ef mönnum er á annað borð annt um íslenska tungu, þá er það sjálfsagt mál að gera notkun hennar hvarvetna eins þægilega og kostur er á. Fyrir vikið er það mér hulin ráðgáta hvers vegna orðabók menningarsjóðs er ekki aðgengileg landsmönnum á netinu. Það sýnist mér fýsilegri og nytsamlegri kostur heldur en að styrkja einungis bókaútgáfuna, enda flestir með aðgang að netinu, og það er flótlegri og þægilegri miðill til þess að fletta upp orðskýringum.

Á svipuðum nótum, hvers vegna er engin ókeypis íslensk-ensk/ensk-íslensk orðabók á netinu? Það eina sem mönnum býðst er ordabok.is, en sú þjónusta er ekki ókeypis. Reyndar vil ég benda þeim sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna á ordabok.is án þess að greiða afnotagjald, að öryggismekanismi þeirra er einn sá vanhæfasti sem ég hef séð í vefforriti. Menn geta komist fram hjá mekanismanum sem krefst greiðslu með því að ganga í gegnum eftirfarandi skref:

  • Farið á ordabok.is
  • Sláið inn leitarorð inn í leitarslánna efst og smellið á "Finna"
  • Upp kemur síða þar sem boðið er upp á reynsluaðgang. Hérna skal ýta á "English" hlekkinn í valblaði síðunnar. Ensk útgáfa af ordabok.is kemur upp.
  • Núna er hægt að fletta upp öllum þeim orðum sem manni sýnist án takmarkanna.

Já, ekki er mekanisminn þarna betri en svo.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Babylon | 2.8.2006 kl. 15:20
Unknown User

According to the Digital Millenium Copyright act adopted by the icelandic judiciary body as a gesture of submissive prostitution to the United states of America, the act of circumvening a system or method functioning to protect the copyrights or intelectual properties of digital works is punishable by up to five consecutive rapes or oterwise disgraceful acts of sexual violence performed by said holders of the copyright in question, or in their absence, any lawyer representing the "SMÁÍS", corporate fascism interest group of Iceland.

Sveinbjörn | 3.8.2006 kl. 01:11
Sveinbjörn

Já B(inni)abylon, það er rétt, ég er greinilega glæpamaður, uppreisnaseggur og ógæfumaður að stunda "intellectual property theft"

Nafnlaus gunga | 3.8.2006 kl. 14:44
Unknown User

Ensk íslensk (no hack required):


Icelandic Online Dictionary and Readings

http://digicoll.library.wisc.edu/IcelOnline/Search.TEId.html