10.7.2006 kl. 16:10
HJALTI: Varstu búinn að frétta af ævintýrum A nú um helgina?
SVEINBJÖRN: Segðu, ævintýri A?  hljómar spennandi
HJALTI: það var massíft fyndið
HJALTI: Hann kom með mér, Döggu og Braga Sveins í útilegu 
í Reykholti
HJALTI: Þar var samankomið fullt af skemmtilegu fólki, en 
mestmegnis svona "góðir" krakkar - kórdrengir og píanóstelpur
HJALTI: A mætti þarna órakaður og fúll (var þegar 
búinn með þrjá bjóra þegar hann settist upp í bílinn hjá mér 
í Reykjavík)
HJALTI: Nú, svo um kvöldið upphefst drykkja mikil
HJALTI: Allir eru á rassgatinu (líka kórdrengir og 
píanóstelpur)
HJALTI: Um tvöleytið er svo farið í Snorralaug, sem er strangt 
til tekið ekki leyfilegt, enda um þjóðminjar að ræða
HJALTI: Allavega, þar er dvalið til morguns við innvortis 
og útvortis sull
SVEINBJÖRN: hahaha, A órakaður og fúll
HJALTI: A er sérstaklega liðtækur í því að sulla, 
bæði vatni á hárið á stelpunum sem hann skilur ekkert í að 
þær vilji ekki bleyta, en einkum þó að sulla bjór ofan í 
vélindað á sjálfum sér
HJALTI: Um sjöleytið fer svo fólk að tínast í tjöldin og 
við Dagga tínum saman síðustu bjórdósirnar
SVEINBJÖRN: hahaha
HJALTI: En þá er A búinn að vera horfinn í dágóða stund 
(allir héldu að hann hefði farið upp í tjald og drepist)
SVEINBJÖRN: hehehehehee
HJALTI: Kemur þá þar að lögreglubíll í fullum skrúða
SVEINBJÖRN: noh!
HJALTI: Borgarneslöggan er mætt á svæðið...ég reyndi að 
látast ekki taka eftir þeim (hélt að einhver hefði hringt 
og kvartað yfir vanvirðingunni sem væri verið að sýna 
fornminjunum)
HJALTI: Annar lögreglumannanna kemur gangandi til mín þar 
sem ég væflast um túnið sótölvaður og segir: "Góðan daginn...
þekkir þú nokkuð þennan mann?" og bendir á aftursæti bílsins
HJALTI: Þar situr A sem skartar sínu fegursta 
sólheimaglotti
SVEINBJÖRN: hahahaha
HJALTI: Hann stígur út úr lögreglubílnum, klæddur sundskýlu 
og einum sokk. Hafði verið pikkaður upp þannig við Þjóðveg 1
HJALTI: Ég hjálpa Lása löggu að klára dagbókarfærsluna (m.a. 
með því að gefa upp fullt nafn hins grunaða (þorði ekki að neita 
þeim um það))
HJALTI: á meðan strunsar A beint aftur út í pott
SVEINBJÖRN: hvað var málið?
HJALTI: Neitar svo að koma með upp í tjald
HJALTI: Enginn veit nákvæmlega hvað gerðist...við verðum eiginlega 
að biðja A að hringja í lögguna og fá skýrsluna hjá þeim

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grímur | 10.7.2006 kl. 16:20
Grímur

Hehe... Þetta var í fréttum áðan. Alltaf gaman að kannast við viðfangsefni fréttanna...

Sveinbjörn | 10.7.2006 kl. 16:40
Sveinbjörn

Hvar í fréttum? Á RÚV? Þú verður að gefa upp hlekk, Grímur.

Hjalti | 10.7.2006 kl. 16:58
Hjalti

Rétt er að taka fram að undirritaður ætlaði þessari sögu ekki að koma fyrir almenningssjónir...sú ákvörðun var tekin alfarið af mannorðsmorðingjanum Sveinbirni Þórðarsyni.

Steinn | 10.7.2006 kl. 17:01
Steinn

You backstabbing cunt! Nei, mér er annars sama, var svona mest að lýsa hug A. Ef þetta hefði komið fyrir mig hefði ég örugglega sjálfur sett þetta á netið.

Grímur | 10.7.2006 kl. 19:55
Grímur

Ach... Blaðið, 10.07.2006, síða 4, efst til vinstri.

Sveinbjörn | 10.7.2006 kl. 22:59
Sveinbjörn

Hérna höfum við það:

adalsteinn bostadur

Halldór Eldjárn | 11.7.2006 kl. 00:56
Halldór Eldjárn

Fellur þetta ekki undir stafrán, Sveinbjörn?

Sveinbjörn | 11.7.2006 kl. 06:07
Sveinbjörn

Jú, mikið rétt, Halldór. Þetta er stórfelldlegt stafrán -- svona coup de grace -- Þetta er Stafránið Mikla.

Sverrir | 11.7.2006 kl. 22:28
Sverrir

Hahahahaha þetta er sjúklega fyndið. LOL.