Vil benda fólki á afar skemmtilegt viðtal í Kastljósinu við Richard Dawkins, þróunarlíffræðing og trúleysingja, um hversu hrikaleg trúarbrögð eru.

Það er frábært -- hann Dawkins kemur með kenningu sem ég hef lengi haldið á lofti: að á þversagnakenndan hátt þá sé að vissu leyti betra að hafa þjóðkirkju, því annars verða trúarbrögðin eins konar markaðsframtak, þurfa að beita sér harðar í áróðri og ná frekar fram, sbr. Bandaríkin.

Smá tilvitnun í þáttinn: "The real world is an exciting place. You don't really need an imaginary friend in the sky"

UPPFÆRT: Mér var bent á að þættir Dawkins um trúarbrögð, The Root of All Evil, eru á Google Video: 1. hluti og 2. hluti.