7.6.2006 kl. 15:13
Safari Icon

Safari vafrinn er sá besti á Mac OS X -- sá hraðasti og best hannaði hvað viðmót snertir. Aftur á móti hefur mér lengi þótt Firefox hafa nokkra kosti umfram hann hvað snertir vefsíðugerð og fleira. Svo er Safari auðvitað líka með þetta agalega metal mynstur á glugganum. Þetta tvennt má laga með eftirfarandi:

  • SafariStand -- getur breytt útliti, syntax-litað HTML source, látið nýja glugga opnast í nýjum tab, og marg, margt fleira. Alveg bráðnauðsynelgt.
  • Safari WebDevAdditions -- alls kyns aukafídusar fyrir þá sem hanna vefsíður (t.d. að slökkva, kveikja á CSS, myndum, römmum o.fl.), auk nýrra valkosta í contextual valblöðum (t.d. að afrita HTMLið fyrir hlekki í stað slóðarinnar)

Þessar tvær bætur gera Safari að töluvert nytsamari og betri hugbúnaði. Synd að þær eru ekki hluti af hugbúnaðarpakkanum sjálfum.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 7.6.2006 kl. 21:17
Gunni

Ertu búinn að sjá forsíðu wikipedia?? Geir FOKKING Haarde er þar! Tók screenshot!

Sveinbjörn | 7.6.2006 kl. 23:57
Sveinbjörn

Já, meikar það ekki sens? Hann er að fara að taka við stjórn hérna á skerinu, það hlýtur að þykja fréttnæmt...