Við búum á tímum þar sem allir virðast eiga stafræna myndavél eða stafræna kvikmyndatökuvél, annað hvort sem staka græju eða sem hluta af farsíma eða tónlistarspilara. Við þetta vaknar upp sá möguleiki að athæfi manns sé fest á stafrænt form við óheppileg tilefni. Ég lenti t.a.m. nýlega í því að vera festur á vídeóupptöku þar sem ég var drukkinn í útskriftarpartýi. Þessi möguleiki á að festa mann á stafrænt form ber að varast, og ég legg til að ný sögn verði tekin í gagnið. Að stafræna einhvern er að festa athæfi hans á stafrænt form. Þá hefur viðkomandi aðila verið stafrænt -- fórnarlamb stafráns. Og þá gæti maður sagst hafa orðið fórnarlamb stafræningja.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 2.6.2006 kl. 16:56
Árni

Já.. Ég veit ekki hvort þetta sé að fara að fljúga, svona í hreinskilni. Ég held að demógrafían sem myndi nota þetta orð samanstæði aðallega af einstaklingum með vænusýki á háu stigi.

Sveinbjörn | 2.6.2006 kl. 17:02
Sveinbjörn

Come on. Eins og það geti ekki gerst fyrir hvern sem er að láta taka mynd af sér á óþægilegu augnabliki?

Halldór Eldjárn | 6.6.2006 kl. 23:43
Halldór Eldjárn

Mér finnst þetta sniðugt orð, og flott nýja útlitið á síðunni!