31.5.2006 kl. 19:36

Ég er búinn að hlusta mikið á plöturnar Fab Four Suture, Mars Audiac Quintet og Emperor Tomato Ketchup með hljómsveitinni Stereolab -- come highly recommended. Þetta er mjög skemmtileg hljómsveit sem blandar smoky night club djassi og mónótaktísku gítarspili með áhrifum gamallar kvikmyndatónlistar ásamt furðulegum orgelum, synthum og fallegum kvenvókölum. Textarnir eru allir furðulegir -- hljóma eins og þeir komi upp úr frönskum kennslubókum í félagsfræði.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 1.6.2006 kl. 00:25
Sindri

Já Stereolab er stuðband.

Gunni | 1.6.2006 kl. 15:50
Gunni

Hey, Sveinbjörn, ertu búinn að heyra um lagið með bresku poppstelpunni sem einhver eðlisfræðingur gagnrýndi harðlega og fékk hana til að breyta?

Hún tók lagið upp aftur með nýjum texta, upprunalegi textinn var svona:

We are 12 billion light-years from the edge,
That's a guess — no-one can ever say it's true,
But I know that I will always be with you

- væmið shit semsagt. Þessi eðlisfræðingur notaði tækifærið til að highlighta misskilnings almennings á vísindalegu aðferðinni og lét breyta textanum og taka lagið upp aftur á þennan hátt:

We are 13.7 billion light-years from the edge of the observable universe,
That's a good estimate with well-defined error bars,
Scientists say it's true, but acknowledge that it may be refined,
And with the available information, I predict that I will always be with you


Færslan er hérna á wiki (scroll down to controversy):

http://en.wikipedia.org/wiki/Nine_Million_Bicycles

Árni | 1.6.2006 kl. 17:53
Árni

Þessir vísindamenn.. eyðileggja allt!!

Sveinbjörn | 1.6.2006 kl. 18:47
Sveinbjörn

Yes. Damn scientists, with their *theories* and *hypotheses* and *facts* and irrelevant stuff like that. Hang them all from the next tree, I say!