Ég veit að margir eru að lenda í því að vilja geyma YouTube myndbönd lókalt á tölvunni sinni. Hérna eru einfaldar leiðbeiningar:

  • Finndu síðuna með viðkomandi YouTube myndbandi, og copy-aðu slóðina, sem ætti að líta einhvern veginn svona út: http://www.youtube.com/watch?v=ID, þar sem ID er einhver runa af tölum og bókstöfum
  • Farðu á KeepVid, paste-aðu slóðinni inn í efsta textareitinn og smelltu á "Submit". Þá birtist hlekkur fyrir neðan. Smelltu á hlekkinn og veldu "Save to Desktop..." eða e-ð álíka (fer eftir vöfrum). Þá ætti gagnaflutningur að hefjast
  • Að honum loknum skaltu sækja þér FLV spilara fyrir stýrikerfið þitt
  • Nú ættir þú að geta geymt og spilað YouTube myndbönd án þess að vera tengdur við netið

Annars er síðan komin ný útgáfa af VLC vídeóspilaranum, sem getur spilað FLV og er sennilega fýsilegri kostur heldur en Wimpy.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 29.5.2006 kl. 16:51
Gunni

Afhverju finn ég aldrei neitt half-way decent á þessu fokking Youtube, en svo er fólk alltaf að senda manni linka með ótrúlegustu sjónvarpsþáttum og þannig?

Er allt copyrætaða efnið falið í leitarvélinni þeirra eða hvað??

Sveinbjörn | 29.5.2006 kl. 16:56
Sveinbjörn

Hmm...góður punktur.

Dagur | 2.6.2006 kl. 01:27
Dagur

Takk fyrir mig :) Nú á ég ansi skemmtilegt vídjóklip: http://www.youtube.com/watch?v=2pMJ2u_QQfs&search=muppet%20show

Ég veit ekki hvort linkur á þetta verði til sjálfkrafa eða ekki svo:

http://www.youtube.com/watch?v=2pMJ2u_QQfs&search=muppet%20show>muppet show drum fight

Einar Jón | 8.6.2006 kl. 10:24
Einar Jón

Er þetta ekki einfaldari leið ?
https://addons.mozilla.org/firefox/2254/