Vinnufélagi minn hann Guðmundur linkaði á einhverjar tölfræðiniðurstöður lýðheilsustöðvar, þar sem samfélagslegur kostnaður reykinga er áætlaður 20 milljarðar á ári. Þessar tölur eru vægast sagt absúrd getgátur og þvæla. Þeir áætla að framleiðnistap vegna reykingapása í vinnu séu um 4 milljarðar á ári -- hvernig í fjandanum fá þeir það út? Hvernig mæla þeir framleiðni reykingafólksins miðað við aðra? Með getgátum? Slumpun? Hefur þeim kannski dottið í hug að reykingafólkið sé e.t.v. framleiðnara meðan það er á annað borð að vinna, enda nikótín örvandi lyf? Hvað með þá sem reykja ekki? Eyða þeir ekki bara tíma í aðra óframleiðna starfsemi á vinnustað?

Svona bógus tölur eru dæmigert fengnar með því að reikna með 15-20 mínútum af reykingapásum á 8 klst vinnudegi, á meðal-tímalaunum Íslendings -- en þetta lítur auðvitað framhjá alls kyns öðrum þáttum. Hvað ef það er aðallega láglaunafólk sem tekur reykingapásur? Þá væri efnahagslegi kostnaðurinn minni. Þess utan mætti bæta við að ég gæti áætlað svipaðan kostnað af klósettferðum starfsfólks -- ekki sjáum við herferðir sem hvetja fólk til þess að kúka áður en það fer í vinnuna.

Það fer í mínar fínustu taugar þegar fólk fer frjálslega með tölfræði.


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 29.5.2006 kl. 13:59
Gunni

Dreptu sígarettu í auganu á honum Guðmundi.

--- G. H.

Gunni | 29.5.2006 kl. 13:59
Gunni

Ehm, fæ error þegar ég pósta en svo birtist það samt.

Guðmundur D. Haraldsson | 29.5.2006 kl. 14:20
Guðmundur D. Haraldsson

Hey! Don't ... hurt the messenger :P

Sveinbjörn | 29.5.2006 kl. 16:17
Sveinbjörn

Hmm? Bugs you say?

Sveinbjörn | 29.5.2006 kl. 16:17
Sveinbjörn

Ég fæ engar villur...

Arnaldur | 29.5.2006 kl. 18:13
Arnaldur

Hættu að nota IE, Gunni.

Sveinbjörn | 29.5.2006 kl. 18:21
Sveinbjörn

Gunni karlinn póstaði þessu reyndar úr eftirfarandi user agent:

Mozilla/5.0 (Windows; U; Windows NT 5.1; en-US; rv:1.8.0.3) Gecko/20060426 Firefox/1.5.0.3

Steinn | 29.5.2006 kl. 18:27
Steinn

Ég er sammála þér! Flestir reykja í matartímunum sínum og er því að taka jafn miklar pásur og hver annar. Síðan veit ég ekki hvernig þeir ætla að ákvarða framleiðni í verslunum eða á öðrum stöðum þar sem fólk vinnur eftir því hversu margir viðskiptavinir koma. Einnig má benda á að þeir sem eru að vinna í verksmiðjuvinnu, fisk eða einhverju því um líkt, geta ekki farið í sígópásu, þar sem vélarnar eru ekki stöðvaðar þegar einhver þarf að gera eitthvað. Þessar tölur eru alltaf jafn skrítnar. Einnig má nefna þegar talað er um hversu mikið það kostar ríkinu að veita sjúkrahústengda þjónustu til reykingamanna. Hvernig getur það verið að þeir sem reykja eru alltaf að koma á sjúkrahús vegna þess? Það er ekki mögulegt. Ég veit það sjálfur þar sem ég vinn á spítalanum að þeir sem koma með COPD (króniska lungnaveiki) eru ekki allir reykingamenn, flestir eru astmasjúklingar. Ég fæ ekki þá niðurstöðu að offitusjúklingur sem reykir sé að fá hjartabilun út af reykingum en ekki offitu. Þessar tölur eru ekki að mínu skapi þar sem þær eru settar fram í áróðurskyni. Það er alveg rétt að reykingar séu slæmar og allt það, en það gefur mönnum ekki rétt til að ljúga!

Sveinbjörn | 29.5.2006 kl. 18:55
Sveinbjörn

Eins og ég hélt:

"Metinn var "sparnaður" í heilbrigðiskerfinu vegna ótímabærra dauðsfalla þeirra sem reykja. Árið 2000 létust 416 manns á Íslandi vegna reykinga, mat á núvirði framtíðarsparnaðar heilbrigðiskerfisins vegna reykinga er um 446 milljónir ISK"

Snorri Stefánsson | 30.5.2006 kl. 18:03
Unknown User

446 núvirt er reyndar eins og 45 milljónir ári til eilífðarnóns við 10% ávöxtunarkröfu. Það er uþb kostnaður ríkisins við jafnréttisráð + stofu.

Leti min varnar mjer þess að skoða hlekkinn en sje þetta eitthvað í líkingu við rannsókn Þóru Helgadóttur á þessu hjer um árið gleymist einnig að taka tillit til nautnar reykingamannsins sem er nauðsynlegt við sona samfélagsbata/kostnaðar greininga.

Guðmundur D. Haraldsson | 30.5.2006 kl. 20:31
Guðmundur D. Haraldsson

Snorri Stefánsson: Áttu við aukna framleiðni þegar fólk er búið að reykja?

Haf i huga, að ég reyki ekki og þekki þetta ekki of vel ;)

Snorri Stefánsson | 30.5.2006 kl. 22:06
Unknown User

Mjer er það nú til efs að framleiðni aukist nokkuð að ráði. Mín reynsla er sú að reykingamönnum finnist gaman að reykja. Það finnst mjer að minnsta kosti.

Þetta er þó varla einhlýtt en þeim sem ekki þykir gaman að reykja mega teljast líklegir til að hætta því að mínu viti.

Dagur | 2.6.2006 kl. 01:25
Dagur

Ég veit ekki hvort pásur minnki framleiðslu. Gætu þvert á móti aukið framleiðslu. Sígarettupása er í kringum fimm mínútur. Á þessum tíma getur starfsmaðurinn mögulega verið að melta eitthvað í huga sínum varðandi vinnuna. Hann kemur allavega ferskari til baka úr pásunni.

Guðmundur D. Haraldsson | 6.6.2006 kl. 18:06
Guðmundur D. Haraldsson

Reglulegar pásur eru reyndar til þess fallnar að auka afköst - það er vel documenterað.