29.5.2006 kl. 08:31
hard drive backup

Ég vil benda þeim sem eru með hýsingu á Arakkis að nýlega hef ég sett í gegn daglega afritunartöku á öllum vefgögnum, að vídeó og tónlistarskrám undanskildum. Þetta þýðir að það verða til eintök af vefjunum og tilsvarandi gögnum 45 daga aftur í tímann. Ef eitthvað slys skyldi koma fyrir, t.d. að gögn séu óvart strokuð út, þá getið þið talað við mig og ég get sótt þau úr einhverju afritinu. Ef einhver vill svo fá prívat eintak af vefnum sínum sem sitt eigið öryggisbackup (ef vefþjónsdiskurinn skyldi klikka), þá er bara spurning um að láta mig senda þetta á viðkomandi.

Að lokum vil ég svo biðja alla þá sem eru með vefhýsingu á Arakkis að senda mér tölvupóst á sveinbt at hi punktur is svo ég geti bætt þeim við svona "Server Notifications" póstlista.

UPDATE: Allir Mentat vefirnir eru komnir í útgáfu 3.0beta -- nýr gagnagrunnsbakendi. Látið mig vita ef það eru einhver vandamál -- þetta er nú einu sinni beta...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 29.5.2006 kl. 22:23
Halldór Eldjárn

Er komið ban IP á commenta kerfið?

Held það væri líka sniðugt að hafa möguleika á læsingu á nöfnum í comments, svo að það gæti ekki einhver komið og skrifað undir manns eigin nafni.

Sveinbjörn | 30.5.2006 kl. 01:54
Sveinbjörn

Hmm....IP ban er góð hugmynd að fídus....hef bara aldrei haft þörf fyrir það sjálfur.

Og já, læsing á nöfnum er líka sniðugt. Ég hugsa að ég bæti þessu við, Halldór. Annars er orðið ansi tímabært að þú fáir nýjasta Mentat. Hins vegar er ég búinn að gera bakendabreytingar, svo það verður svolítið flóknari að uppfæra hjá þér heldur en hefur verið hér áður.

Halldór Eldjárn | 30.5.2006 kl. 17:42
Halldór Eldjárn

Ókídókí! Heyri í þér á MSN við tækifæri ;)