28.5.2006 kl. 14:30

Í ljósi þess að mér býður iðulega við þeim hræsnurum sem íslenskar stjórnmálahreyfingar samanstanda af, þá varð mér hugsað til þess hvernig bæta mætti hið lýðræðislega ferli. Eins og stendur, þá veitir kerfið manni atkvæði til að gefa einhverjum umbun sína. En pressandi stjórnmálaspurning dagsins er ekki "Hverjir ættu að ráða?" heldur frekar "Hvernig komum við í veg fyrir að þeir sem ráði fokki okkur over?". Fyrir vikið, þá legg ég til að atkvæðagreiðslunni verði snúið við -- hver einasti kjósandi fær svokallað refsiatkvæði, sem hann setur á þann stjórnmálaflokk sem honum býður hvað allra allra mest við. Síðan fer sigur í kosningum til þeirra flokka sem eru minnst fyrirlitnir.

Ég held að þetta myndi gefa okkur eitthvað betra en núverandi kakistókrasíu. T.d. myndi Framsóknarflokkurinn líða undir lok samstundis...


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 28.5.2006 kl. 18:58
Arnaldur

Sveinbjörn, þú ert næsta stóra nafnið í stjórnmálaheimsspeki.

Steinn | 28.5.2006 kl. 22:30
Steinn

Já, Frammarnir myndu líða undir lok samstundis.

Dagur | 2.6.2006 kl. 01:11
Dagur

Nei, það myndi ekkert breytast. Flestir þeir sem kjósa Samfylkinguna og líklega allir þeir sem kjósa Vinstri Græna myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessu "refsikerfi". Og þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn myndu líklegast flestir kjósa annaðhvort Samfylkinguna (því þeir eru óvinir þeirra) eða Vinstri Græna. Hmmm, við nánari athugun yrði breyting. Í raun myndi þetta snúast við: Hægri menn yrðu tvístraðir og vinstri menn sameinaðir. Ætli það yrði ekki einhvers konar vinstri stjórn í þessu kerfi.

Dagur | 2.6.2006 kl. 01:18
Dagur

Nei, bíddu við... Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir færu með gríðarlegan sigur því hinir væru svo uppteknir af að úthúða helstu andstæðingana. Eða einhver flokkur eins og Húmanistar eða einhver obscure flokkur. Ætli fólk myndi ekki bara taka upp á því að stofna einhverja nobody lista út um allt?