22.5.2006 kl. 09:22
Sveinbjorn Johnson

Ég komst að því nýlega að ég á nafna nokkurn, Sveinbjörn Johnson, sem var "Justice of the Supreme Court" í Bandaríkjunum á árunum 1923-1926. Hann var líka Attorney General í Norður-Dakóta fylki um skeið, og loks prófessor við Illinois-háskóla. Þetta var auðvitað maður af íslenskum uppruna -- hann hlaut heiðursgráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1930.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nafnlaus gunga | 22.5.2006 kl. 12:06
Unknown User

Ætli hann hafi verið skildur Sturlu Magnússon Gimla ?

Arnaldur | 23.5.2006 kl. 21:35
Arnaldur

Tjah, það er góða spurningin. Hann hefur þá kunnað á straujárn.

Dagur | 24.5.2006 kl. 03:44
Dagur

Veistu eitthvað um franska heimspekinginn Bergson? Það er eini frægi nafninn minn sem ég veit um í útlöndum, þó hann hafi reyndar bara eitt s í nafninu sínu en ég tvö. Samt finnst mér eins og ég tengist honum órjúfanlegum böndum. Sýnir hversu heimskur og trivial ég er. En veistu eitthvað um hann? Var hann klár? Ef hann var klár, er ég þá klár líka?

Sveinbjörn | 24.5.2006 kl. 08:49
Sveinbjörn

Bergson var ekki bara hluti af meginlandshefðinni í heimspeki, heldur einnig franskur. Fyrir vikið þykir mér afskaplega ólíklegt að ég muni finna samkennd með honum -- þótt ég hafi aldrei lesið stakan bókstaf eftir hann. Mig minnir reyndar að hann hafi verið vinur William James og hinna bandarísku pragmatistanna...

En annars þá geturðu svo líka alltaf bendlað þig við Daniel Day Lewis ;)

Sveinbjörn | 24.5.2006 kl. 08:51
Sveinbjörn

Hann Arnaldur er sennilega í betri málum en við, Dagur. Hann á nafna sem er multimillionaire sterahönk, giftur inn í Kennedy fjölskylduna og ríkisstjóri fimmta stæsta efnahags í heimi.

Dagur | 25.5.2006 kl. 16:34
Dagur

Djöfull er hann fucking heppinn. Hvað hef ég? Doris Day!