15.5.2006 kl. 19:04

Ég rakst um daginn á lýsinguna "people with room-temperature IQs", og gat ekki annað gert en að velta því fyrir mér hvaða mælieiningu er átt við. Að því gefnu að stofuhiti sé um 25 gráður celsíus, þá virðist IQ slíks fólks geta verið 25 (Celsius), 77 (Fahrenheit) eða 298 (Kelvin).

Annars vil ég benda á eftirfarandi síðu: I Hate Personal Weblogs.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Guðmundur D. Haraldsson | 15.5.2006 kl. 19:14
Guðmundur D. Haraldsson

HAHAHA! Þetta er brilljant stöff!

Marta | 16.5.2006 kl. 16:39
Marta

Sætt þegar fólk fær svona kjánahroll við að lesa um líf annarra á internetinu, ekki jafnsætt samt að það verði síðan fúlt yfir því og byrji að nöldra í þokkabót. Málfarið er líka svolítið hallæri.

Marta | 16.5.2006 kl. 16:55
Marta

Já og hvað hitt varðar gæti ég helst trúað að átt sé við Fahrenheit. Fólk með 70-80 í IQ flokkast sem borderline, 25 er of þroskaheft til að vera lýst á þennan hátt og 298 er pottþétt í öfuga átt við meiningu orðatiltækisins. Svo hljómar þetta svoldið eins og bandarískt sálfræðinemadjók :)

Sveinbjörn | 16.5.2006 kl. 17:33
Sveinbjörn

Well, IQ punkturinn var augljóslega retórískur -- flestir bandaríkjamenn sem ég hef kynnst þekkja ekkert til annara hitamælingakvarða heldur en Fahrenheit.

Kark | 23.5.2006 kl. 11:28
Kark

"Drugs have taught an entire generation of American kids the metric system." -P.J. O'Rourke

svo að samkvæmt honum gætu þeir átt við celsius skalann.