Í dag kláraði ég síðasta prófið sem ég mun nokkru sinni taka við Háskóla Íslands. Taktíkin mín virðist hafa virkað -- mér gekk býsna vel þrátt fyrir að hafa eytt allri helginni í annað hvort drykkju, þynnku, eða samblöndu af þessu tvennu.

Annars vil ég bæta því við að fréttaflutningur hér á landi er fyrir neðan allar hellur. Hver telur eftirfarandi virkilega vera fréttnæmt?

Refsifangi í fangelsinu að Litla-Hrauni fær ekki sérstaka refsingu fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa haft í vörslu sinni 0,59 grömm af hassi og 1,03 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni í klefa sínum að Litla-Hrauni, en fangaverðir fundu fíkniefnin við leit í klefanum samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands. (mbl.is)