11.5.2006 kl. 16:23

Hah!

Í enn eitt sanna ég hversu rangt þetta tannskemmdarparanójulið hefur fyrir sér. Var hjá tannlækninum mínum í dag. Ég drekk 2 lítra af kóki á dag og reyki mikið af sígarettum, en hef ekki eina einustu skemmd.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hugi | 11.5.2006 kl. 19:48
Hugi

Bastard!
Ég lifi á grasi og þjáist núna af þeirri rosalegustu tannpínu sem mannkynið hefur séð.

Sveinbjörn | 12.5.2006 kl. 02:01
Sveinbjörn

Þú ert bara ekki samviskusamur hvað snertir tannburstun og notkun tannþráðs. Sjálfsagt að þú líðir fyrir það ;)

Hugi | 13.5.2006 kl. 15:11
Hugi

Ég er samviskusamasta skepna sólkerfisins. En einhverjum fannst samt rétt að refsa mér og endajaxlinn í mér í mér rotnaði fyrir vikið.

Dagur | 17.5.2006 kl. 05:14
Dagur

Ég er tregur til að viðurkenna það og skammast mín fyrir það en ég er nokkuð latur að bursta tennurnar og nota aldrei tannþráð. En aldrei nokkurn tímann hefur nokkuð verið að tönnunum mínum, fyrir utan aðra efri framtönnina sem skaddaðist áður en hún kom niður þegar ég var lítill og datt. Ég skaddaðist líka mikið á heila við það fall. Mér skilst að sú heilastöð sem sjái um tannhirðusamviskusemi hafi alveg farið. Ég biðst forláts á öllum lélegum bröndurum sem frá mér koma.