8.5.2006 kl. 12:32

Því meira sem ég les um iðnvæðingu 19du aldar, því meira býður mér við því sem Milton Friedman sagði -- maður hefði haldið að Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði myndi gera sér grein fyrir því að þótt hagvöxtur og framleiðsluaukning sé mikill, þá skilast það ekki nauðsynlega í bættum lífskjörum fyrir meirihlutann, hvað þá alla.

Milton Friedman smirking18 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hugi | 8.5.2006 kl. 14:31
Hugi

Mér líkar kerfið í Bhutan, mér vitanlega eina þjóðin sem mælir framfarir í "þjóðarhamingju" (er til betra íslenskt orð yfir þett?) í stað þjóðarframleiðslu. Við ættum að taka upp sambærilegt kerfi. Mínus búddhismi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Genuine_Progress_Indicator">http://en.wikipedia.org/wiki/Genuine_Progress_Indicator">Annar góður mælikvarði

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 14:45
Sveinbjörn

Takk fyrir þessa athugasemd, Hugi. Þú expósaðir bögg í Mentat comment parsing kóðanum ;)

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 14:45
Sveinbjörn

By the way, viltu ekki fá nýja mynd af þér til að endurspegla nýja ástand þitt sem "beautiful person"?

Hugi | 8.5.2006 kl. 15:11
Hugi

Það hlaut að vera, gat ekki verið að ÉG hefði skrifað rangan HTML-kóða :-).

Og nýja mynd? Tjah, það er bara aldrei að vita. Ég ætla að athuga hvort ljósmyndarinn minn kemst til mín á næstu dögum.

Hugi | 8.5.2006 kl. 15:12
Hugi

Og ertu að segja að ég hafi ekki verið beautiful áður!?

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 15:53
Sveinbjörn

Ehrm, sorry, "beautifuller"...

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 15:54
Sveinbjörn

By the way, I don't subscribe to the Hugean Infallibility Doctrine.

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 15:56
Sveinbjörn

Vandinn er sá að URLum í commentum er breytt í linka áður en HTMLið er strippað burt. Hence we get broken html.

Nafnlaus gunga | 8.5.2006 kl. 16:16
Unknown User

hmm, mér finnst nú nokkuð augljóst að lífið er talsvert betra og auðveldara fyrir almmenning þar sem þjóðarframleiðsla er há heldur en þar sem hún er lág. Geturu nefnt mér margar þjóðir þar sem þjóðarframleiðsla er lág en lífskjör almmennings eru góð?

Sveinbjörn | 8.5.2006 kl. 18:10
Sveinbjörn

Nafnlaus gunga, það er vissulega satt að velferð og þjóðarframleiðsla haldast að töluverðu leyti hönd í hönd. Fjarri því að ég neiti því. Athugasemd mín beinist gegn því sem Friedman segir -- þessi hljóðklippa er tekin úr þáttaröð Friedmans, Free to Choose, þar sem hann er að rökræða við nokkra fræðimenn, þ.á.m. Helen Hughes. Hughes segir við Friedman að hagvöxtur einn og sér sé ekki öll myndin -- taka verður inn í myndina kostnaðinn á hagvextinum hvað snertir heilsu fólks og umhverfi. Hún minnist á iðnvæðingu 19du aldar Bretlands sem dæmi -- meðalaldur fólks (og þá sérstaklega þeirra fátæku) hrapaði -- borgarvæðing tróð heilu fjölskyldunum inn í afleit húsakynni þar sem þau urðu fórnarlömb kóleru og annara sjúkdóma -- mörgum stóð lítið annað til boða en hálfgerð þrælavinna í verksmiðjum, þar sem heilsu og lífi starfskraftsins var miður sinnt.

Athugasemd Friedmans um að lífskjör Englendinga hafi almennt farið statt og stöðugt fram á 19du öld er mjög loðin. Það er engin tilviljun að Dickens skrifaði skáldsögur sínar á þessum tíma, né að Marx og Engels hafi komið með kommúnistaávarpið -- örvænting verkamannaöreiga virðist hafa verið svo mikil að margir vildu afnema eignaréttinn; það segir ýmislegt.

Spurningin er fyrst og fremst þessi: Hverju erum tilbúin til að fórna fyrir hagvöxt? Væri rétt að leyfa 10% af íbúatölu Íslands að drepast eða þjást við sultarmörk ef það myndi tvöfalda þjóðarframleiðslu? Mér finnst siðferðislega augljóst að svo er ekki (þótt menn geti svosem deilt um það).

Gunni | 9.5.2006 kl. 08:07
Gunni

Guns or butter?

--- G. H.

Sveinbjörn | 9.5.2006 kl. 10:41
Sveinbjörn

Good luck on that one. Allerod, Denmark, eh?

Ph1b3r-JaCk | 9.5.2006 kl. 14:03
Unknown User

Hey dude...Why did you delete my comment? Now you deserve to be HaCkeD more than ever.

Sindri | 9.5.2006 kl. 14:08
Sindri

Úff Sveinbjörn. Ég myndi vara mig á þessum gaur þarna, hann hakkaði síðuna mína...ég er að vinna í að laga skemmdarverkin.

Sveinbjörn | 9.5.2006 kl. 14:29
Sveinbjörn

Þú ættir nú að vera farinn að læra á það, Sindri minn, að það gengur ekkert að reyna að plata mig. Ég sá strax að þú og Mister Ph1b3r-JaCk póstuðu af sömu IP tölu ;)

Sindri | 9.5.2006 kl. 17:35
Sindri

Hehe, ég gerði mér fulla grein fyrir því Sveinbjörn og var ekkert að reyna plata þig. Vissi alveg að þú myndir sjá þetta strax. Ég vildi bara grínast smá. Stundum verður maður að finna sér eitthvað að gera í prófpásum, hehe.

Sveinbjörn | 9.5.2006 kl. 18:10
Sveinbjörn

Hmm...merkilega nokk, þá trace-aðist IP talan þín til Danmerkur. Hvaðan póstaðirðu þessu? Stúdentagörðum? E.t.v. er GeoIP ekki svo áreiðanlegt eftir allt saman...

Sveinbjörn | 9.5.2006 kl. 18:20
Sveinbjörn

Gunni: panem et circensis, panem et circensis...